Innlent

„Mikilvægt að sem flestir kjósi“

Samúel Karl Ólason skrifar
„Við erum mjög bjartsýn og vonumst til þess að fólk sjái að það sé kominn tími á nýjan meirihluta.“
„Við erum mjög bjartsýn og vonumst til þess að fólk sjái að það sé kominn tími á nýjan meirihluta.“ Vísir/Stefán
Ragna Sigurðardóttir, formaður Röskvu, segir sitt fólk vera vel stemmt fyrir kosningabaráttuna sem hófst í Háskóla Íslands í morgun. Opnað var fyrir kosningar í Stúdentaráð klukkan níu í morgun á innri vef Háskólans og Ragna segist telja að kosning hafi farið vel af stað.

„Við erum mjög bjartsýn og vonumst til þess að fólk sjái að það sé kominn tími á nýjan meirihluta. Við stefnum að því að ná fleiri mönnum inn. Helst viljum við ná einum manni inn á hverju sviði til viðbótar,“ segir Ragna í samtali við Vísi.

Kosningarnar eru rafrænar og hefur umræðan að miklu leyti átt sér stað á internetinu einnig. Ragna segir að Facebook „logi“ vegna kosninganna. Seinni dagur þeirra fer fram á morgun.

Þá segir hún að því fleiri sem kjósi, því sterkara umboð hafi Stúdentaráð.

„Það er mjög mikilvægt að sem flestir kjósi. Sama hvað manni finnst um þessi yfirborðseinkenni kosninga er ótrúlega mikilvægt að Stúdentaráð hafi umboð sem flestra, til að geta unnið sín vinnu. Við trúum að við getum haft áhrif og að stúdentaráð eigi að láta í sér heyra um mál sem þá varðar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×