Innlent

Flestir töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í efnahagsmálum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA
MMR kannaði á dögunum afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða sex málaflokka tengda efnahagsmálum sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

Þeir málaflokkar sem um ræðir eru skuldamál heimilanna, endurreisn atvinnulífsins, efnahagsmál almennt, skattamál, atvinnuleysi og málefni Íbúðarlánasjóðs.

Flestir töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða alla málaflokka tengda efnahagsmálum. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 41,4% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða endurreisn atvinnulífsins, 40,9% töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í efnahagsmálum almennt, 38,7% töldu hann bestan til að leiða í  skattamálum og 31,9% töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í málefnum Íbúðarlánasjóðs og 31,5% töldu hann bestan til þess fallinn að leiða í málefnum atvinnuleysis.

Af þeim sem tóku afstöðu töldu 25,8% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða skuldamál heimilanna, borið saman við 19,0% sem töldu Framsóknarflokkinn vera bestan til þess fallinn.

Þó að flestir telji Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í endurreisn atvinnulífsins hefur þeim fækkað nokkuð sem eru á þeirri skoðun frá því í desember 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 41,4% Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn, borið saman við 52,6% í desember 2012.

mynd/mmr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×