Erlent

Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir Nígeríumanna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna árása liðsmanna Boko Haram.
Þúsundir Nígeríumanna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna árása liðsmanna Boko Haram. Vísir/AFP
Talsmaður tsjadneska stjórnarhersins segir herinn hafa drepið um tvö hundruð liðsmenn hryðjuverkasamtaknna Boko Haram í bardögum í gær. Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum.

Í frétt Reuters kemur fram að haft sé eftir tsjadneskum hershöfðingja að uppreisnarmenn Boko Haram hafi einnig sótt að borginni Fotokol en þurft frá að hverfa. Þá segir hann að tsjadneski herinn hafi eyðilagt á annað hundrað farartækja hryðjuverkasamtakanna.

Tsjadnesk stjórnvöld hafa sent um 2.500 hermenn til að berjast við liðsmenn Boko Haram.

Nígeríska hernum hefur gengið illa að stöðva framgang Boko Haram síðustu ár. Áætlað er að um 10 þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árasa Boko Haram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×