Innlent

Bein útsending: Fulltrúar unga fólksins funda með velferðarnefnd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundinum.
Frá fundinum. Mynd/Alþingi.is
Átta ungmenni sitja fund með Velferðarnefnd Alþingis í dag í tilefni af 25 ára afmæli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þau eru á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum umboðsmanns barna, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi.

Umræðuefni fundarins verða meðal annars þátttaka og réttindi barna, skólakerfið og menntun, og velferðarmál. Ungmennin verða með stuttar framsögur um hvert umræðuefni og eiga í kjölfarið skoðanaskipti við þingmenn.

Umræðuefni og gestir fundarins:

1. Þátttaka og réttindi barna

Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF, fjallar um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og nauðsyn þess að kynna hann vel.

Einar Freyr Bergsson, ungmennaráði UNICEF, fjallar um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni.

2. Skólakerfið og menntun í víðari skilningi

María Fema Wathne, ungmennaráði umboðsmanns barna, fjallar um að færa þurfi skólakerfið nær nútímanum, m.a. um þörf fyrir meiri áherslu á hagnýtt nám.

Lilja Hrönn Önnu–Hrannarsdóttir, ungmennaráði umboðsmanns barna, fjallar um sérkennslu í leik- og grunnskólum og að tryggja þurfi að öll börn fái skólamáltíðir burtséð frá fjárhag foreldra.

3. Velferðarmál í víðum skilningi

Anna Ólöf Jansdóttir, ungmennaráði UNICEF, fjallar um ójafna stöðu íslenskra barna og hvernig fátækt getur dregið úr möguleikum barna til náms og tómstunda.

Nóni Sær Ásgeirsson, ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, fjallar um hversu mikið vanti upp á fræðslu um fatlanir fyrir umsjónarmenn, kennara og börn.

Ingibjörg Ragnheiður Linnet, ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, fjallar um geðheilbrigðismál og ríka þörf á úrbótum gagnvart börnum.

Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, fjallar um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×