Innlent

Nýr leikskóli í Vallarhverfið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr miðbæ Hafnarfjarðar.
Úr miðbæ Hafnarfjarðar. visir/gva
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja byggingu á nýjum fjögurra deilda leikskóla við Bjarkavelli.

Leikskólinn verður byggður samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur.  Framkvæmdir við skólann hefjast síðar á þessu ári og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun 2016

Á Völlunum búa nú hátt í 5000 manns og bætir leikskólinn úr brýnni þörf fyrir leikskólapláss í hverfinu.

Í Hafnarfirði eru 17 leikskólar og þar af eru þrír einkareknir skólar með þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×