Fleiri fréttir

Blóðrauð sól í Fljótshlíðinni

Það var blóðrauð sólarupprás í Fljótshlíðinni í morgun þegar sólin lýsti upp mengunarskýið frá gosinu í Holuhrauni.

Hleypa róttækum predikurum ekki til landsins

„Við skulum leyfa Áströlum sem vilja segja heimskulega hluti að gera það, en það þýðir ekki að flytja til landsins fólk sem ýtir undir ofbeldi,“ segir forsætisráðherra Ástralíu.

Sóttu fasta ferðamenn

Björgunarsveitarmenn Landsbjargar sóttu í gærkvöldi sex erlenda ferðamenn, sem sátu fastir í jepplingi á vegslóða í grennd við Laugafell, sem er inn af Skagafirði og Eyjafirði.

Kveiktu í gámi við Vesturbæjarlaug

Eldur var kveiktur í ruslagámi við Vesturbæjarlaugina í gærkvöldi en slökkviliðið slökkti hann áður en hann næði frekari útbreiðslu. Talið er víst að einhver hafi kveikt í gámnum, en ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki.

Norður-Kórea viðurkennir að reka vinnubúðir

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa í fyrsta skipti viðurkennt opinberlega tilvist vinnubúða í landinu en í febrúar síðastliðnum birtu Sameinuðu þjóðirnar svarta skýrslu um stöðu mannréttinda í Norður-Kóreu.

Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu

Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum.

Árás á litla framhaldsskóla úti á landi

Þingmenn Norðausturkjördæmis eru uggandi yfir niðurskurði á fjárframlögum til framhaldsskóla í kjördæminu á næsta ári. Þeir segja að nemendum fækki mikið og niðurskurðurinn bitni harkalega á þeim sem eru orðnir 25 ára og á konum.

Þrír til viðbótar í einangrun á Spáni

Ebólusmitaði hjúkrunarfræðingurinn á Spáni smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir, sem virðast þó ekki hafa fullnægt ströngustu kröfum. Norskur læknir, sem smitaðist af ebóluveirunni í Síerra Leóne, var í gær fluttur á sjúkrahús í Noregi.

Óbreytt skilaboð Viðskiptaráðs

Skilaboð Viðskiptaráðs um að fjölgun starfa hjá hinu opinbera hafi verið verulega umfram fjölgun starfa á almennum vinnumarkaði standa óhögguð.

Undirbúa tendrun friðarsúlunnar

Verið er að endurbæta göngustíga í Viðey áður en friðarsúlun verður tendruð, fimmtudaginn 9. október, á fæðingardegi Johns Lennon.

Skönnun Alþingistíðinda langt fram úr áætlun

Árið 2002 var hafist handa við að skanna inn Alþingistíðindi frá upphafi. Áætlað var að það tæki þrjú ár með þrjá menn í vinnu. Tólf árum síðar er vinnunni hvergi nærri lokið og kostnaður við verkið líklega um 200 milljónir króna.

Sókn IS brotin á bak aftur

Útlit er fyrir að sókn hersveita Íslamska ríkisins að landamærabænum Kobane hafi verið stöðvuð í bili eftir ítrekaðar loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra.

„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári.

„Tvímælalaust til bóta fyrir íslenskt réttarfar“

Nefnd um millidómstig skilar fullbúnu frumvarpi ásamt greinargerð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráðherra á næstu dögum, að sögn nefndarmanns. Millidómstig verður grundvallarbreyting á íslensku réttarkerfi og mun minnka álag á dómstólana.

Hundi smituðu konunnar lógað

Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni hafa ákveðið að lóga hundi spænsku hjúkrunarkonunnar sem smitaðist af ebólu.

Segir alþjóðasamfélagið hafa brugðist of seint við

Íslenskur hjúkrunarfræðingur, sem fer með yfirumsjón með þjálfun sjálfboðaliða fyrir Alþjóða Rauða krossinn, segir að alþjóðasamfélagið hafi brugðist of steint við ebólufaraldrinum banvæna.

Yfirmaður Interpol: Netglæpir ein stærsta áskorunin

Yfirmaður alþjóðalögreglunnar Interpol segir að Íslandi hafi tekist að halda glæpatíðni mjög lágri þrátt fyrir mikinn fjölda skotvopna en rúmlega sextíu þúsund skráð skotvopn eru hér á landi. Hann segir að ein stærsta áskorun Interpol um þessar mundir séu netglæpir.

Þrjú lömb illa farin eftir dýrbít

"Þetta er mjög alvarlegt mál. Maður veit ekki hvað svona hundur gerir næst. Fer hann í smærri hunda, börn eða fólk?,“segir eigandi eins lambsins.

Sjá næstu 50 fréttir