Fleiri fréttir

Grunaður um að hafa drepið stuðningsmann

Tuttugu og átta ára gamall maður frá Helsingborg hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið áhanganda Djurgarden knattspyrnuliðsins að bana um helgina.

Ekki hætta á flóðum í byggð

Nokkur snjóflóðahætta er enn á norðanverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum, en hvergi er hætta á flóðum í byggð.

Plöntur frá blómaárinu 1968 með ljóðum á Háskólatorgi

„Ég er bara að gera þetta til fróðleiks og til að hafa gaman af hlutunum,“ segir Þorsteinn H. Gunnarsson búfræðikandídat sem enduruppgtötvaði safn sitt af þurrkuðum íslenskum plöntum í flutningum og leyfir nú fleirum að njóta.

Hundrað og fjörtíu ára hús fæst gefins

Minjastofnun leitar nú leiða til að varðveita megi 140 ára bæjarhús á Hraunum í Fljótum. Eigandinn vill ekki hafa húsið á jörðinni og býður það að gjöf. Innviðir á efri hæðum hússins eru sagðir sérlega góðir. Byggðaráð Skagafjarðar skoðar málið.

Nemar í verkfalli fá heimboð

Íslenski sjávarklasinn stendur fyrir opnum degi fyrir framhaldsskólanema í Húsi sjávarklasans á Grandagarði 16.

200 eldislaxar sluppu úr kví

Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár.

Mývatn sagt eiga að njóta vafans

Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit.

Hjólreiðagarpar boða vetrarlok

Fjöldi fólks í nokkrum hjólreiðafélögum á höfuðborgarsvæðinu nýtti tækifærið til útivistar fyrri part sunnudags og hjóluðu margir á Þingvelli og heim aftur frá Reykjavík, um hundrað kílómetra alls.

Verða að halda vel á spöðunum

Lokadagur til að leggja fram ný þingmál án þess að leita afbrigða var í gær. Ekki kom fram frumvarp um veiðigjöld eða um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Ekkert bólar heldur á frumvarpi um gjaldtöku á vinsælum ferðamannastöðum.

„Fela sig í pilsfaldi SA“

Flugmálastarfsmenn samþykktu með yfirfnæfandi meirihluta að hefja verkfallsaðgerðir í næstu viku náist ekki kjarasamningar. Flug á öllum flugvöllum landsins mun fara úr skorðum verði af verkfalli.

"Mennta - og fjármálaráðherra verða að sýna stuðning í verki“

Baráttuhugur og samstaða einkenndu fjölsóttan baráttufund framhaldsskólakennara sem fram fór í Verkfallsmiðstöðinni í Framheimilinu fyrr í dag. Þar var kallað eftir því að menntamála- og fjármálaráðherra sýndu vilja í verki til að leysa kjaradeiluna, svo skólastarf skaðist ekki enn frekar.

Viðamikið mat gert á skóla án aðgreiningar

"En það þarf að taka með í reikninginn afstöðu sérfræðinga og skólamanna. Það liggur þó beinast við að mesti þunginn liggur á foreldrunum,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra á Alþingi í dag.

Kviknaði í út frá þvottavél

Slökkvilið, sjúkralið og lögregla voru kölluð til á Eyrarbakka vegna elds sem þar kom upp í mannlausu íbúðarhúsi fyrir klukkan ellefu í morgun.

Kennarar reiðubúnir að ræða hækkun í þrepum

Samningaviðræður milli ríkissáttarsemjara og Framhaldsskólakennara þokast áfram og er Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, bjartsýnn á að samningar náist í þessari viku.

Vill senda lögreglu á Geysissvæðið

„Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson á Alþingi í dag.

Réttur til húsaleigubóta verður rýmkaður

Fleiri munu öðlast rétt til húsaleigubóta en nú er, samþykki Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti ríkisstjórn fyrir helgi.

Skallarinn laus úr haldi lögreglu

„Ég hef ekki kært hann enn því kann ekkert að gera svona skýrslu. En ég fæ einhverja hjálp við það,“ segir kona á níðræðisaldri sem var skölluð í ennið um helgina.

Gíslatökumanni sleppt úr haldi

Maðurinn hélt öðrum manni gíslingu yfir nótt, vopnaður exi og hnífi. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn verði ákærður.

Berlínarferð hangir á bláþræði

„Það sem við erum að skoða á þessari stundu er að leita til verkfallsstjórnar um þetta og sækja um undanþágu," segir Jón Eggert Bragason, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Stúlkan sem greindist með E.coli á batavegi

Fyrir tæplega þremur vikum veiktist tveggja og hálfs ár gömul stúlka til heimilis á Akureyri af blæðandi garnasýkingu af völdum E. coli bakteríu, sem myndar eiturefni. Stúlkan var meðhöndluð á gjörgæsludeild Landspítalans og er á batavegi.

Ísland í dag: Íhugaði sjálfsvíg

Guðlaugur Victor Pálsson hefur gengið í gegnum erfið andleg veikindi undanfarin misseri og varð næstum gjaldþrota eftir fimm ár í atvinnumennsku.

Segjast hafa lagaheimild til að birta úrskurði

Innanríkisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi frétt Fréttablaðsins um að ráðuneytið hafi birt úrskurði í útlendingamálum í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að hafa lagaheimild til þess.

Sjávarklasinn fræðir framhaldsskólanema

Íslenski sjávarklasinn stendur fyrir opnum degi fyrir framhaldsskólanema í Húsi sjávarklasans að Grandagarði. Með viðburðinum vill forsvarsfólk Sjávarklasans gefa framhaldsskólanemum, sem nú eru verkefnalitlir, færi á að kynnast hinum svokallaða sjávarklasa á Íslandi, en með því er átt við sjávarútveg og hliðargreinar hans.

Golf 40 ára

Hefur selst í yfir 30 milljón eintaka og slegið við Bjöllunni í fjölda seldra bíla.

Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda

Innanríkisráðuneytið hefur hafið birtingu á úrskurðum sínum um málefni útlendinga. Ekki er skýr lagaheimild fyrir birtingunni og viðkvæmar persónuupplýsingar birtast þrátt fyrir að nafnleyndar sé gætt. Persónuvernd vill að vandað sé til verka.

Sjá næstu 50 fréttir