Verða að halda vel á spöðunum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 06:00 Þingmenn verða að halda vel á spöðunum ef á að nást að ljúka mörgum stórum málum sem bíða afgreiðslu áður en þing fer í sumarfrí um miðjan maí. Fréttablaðið/Daníel Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál. ESB-málið Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál.
ESB-málið Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira