Innlent

Mývatn sagt eiga að njóta vafans

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í Bjarnarflagi. Aðalfundur Fjöreggs bendir á að Mývatn sé tilnefnt Ramsar-svæði og eigi að njóta vafans þegar kemur að óafturkræfum umhverfisáhrifum vegna framkvæmda.
Í Bjarnarflagi. Aðalfundur Fjöreggs bendir á að Mývatn sé tilnefnt Ramsar-svæði og eigi að njóta vafans þegar kemur að óafturkræfum umhverfisáhrifum vegna framkvæmda. Mynd/Björn Þ.
Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit.

„Fundurinn telur að til grundvallar þeirri ákvörðun að setja virkjunina í nýtingarflokk hafi legið ófullnægjandi og úrelt mat á mögulegum afleiðingum virkjunarinnar,“ segir í tilkynningu. Enn fremur megi ætla að í litlu sem engu hafi verið litið til þess hve mikil röskun sé þegar orðin á vistkerfi Mývatns.

Bent er á að við gerð umhverfismats árið 2003 hafi ekki legið fyrir niðurstöður rannsókna „á þeim djúpu sveiflum sem einkennt hafa lífríki Mývatns frá árinu 1970 og hafa smám saman leitt til silungsleysis í vatninu“. Þá hafi sendinefnd Ramsar-skrifstofunnar í heimsókn sinni hingað í fyrrasumar tekið undir áhyggjur af áhrifum virkjunarinnar á vistkerfi Mývatns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×