Innlent

Plöntur frá blómaárinu 1968 með ljóðum á Háskólatorgi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íslenskar plöntur frá blómaárinu 1968 eru samofnar náttúruljóðum á sýningu Þorsteins H. Gunnarssonar.
Íslenskar plöntur frá blómaárinu 1968 eru samofnar náttúruljóðum á sýningu Þorsteins H. Gunnarssonar. Fréttablaðið/GVA
„Ég er bara að gera þetta til fróðleiks og til að hafa gaman af hlutunum,“ segir Þorsteinn H. Gunnarsson búfræðikandídat sem enduruppgtötvaði safn sitt af þurrkuðum íslenskum plöntum í flutningum og leyfir nú fleirum að njóta.

Safnið með eitt hundrað plöntum verður til sýnis er á Háskólatorgi HÍ út apríl.



„Þetta eru allt 46 ára gamlar plöntur, frá sumrinu ‘68 þær eru jafn gamlar hjónabandinu mínu,“ segir Þorstein sem safnaði jurtunum er hann var í framhaldsnámi í búvísindum á Hvannaeyri. „Flestar plönturnar eru af Norðvesturlandi og þá frá Syðri-Löngumýri þar sem ég er alinn upp.“

Inn á milli plantanna eru náttúruljóð, meðal þeirra Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen. „Við það fann ég eina plöntu úr Barmahlíðinni,“ segir Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×