Dýrkeypt að taka rangar ákvarðanir í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2014 19:59 Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ná víðtækri sátt um nýtt húsnæðiskerfi og úrbætur á leigumarkaði. Reynslan sýni að það geti reynst dýrt að taka rangar ákvarðanir í þessum málaflokki. Þingmenn kölluðu eftir tafarlausum úrbótum af hálfu stjórnvalda á Alþingi í dag. Þingmenn eru flestir sammála um að núverandi húsnæðiskerfi sé í ólestri og á því þurfi að gera breytingar, og þá alveg sérstaklega hvað varðar leigumarkaðinn. En frumvarp þar að lútandi kemur ekki fram á þessu vorþingi því frestur til að leggja fram frumvörp rann út í dag og verkefnisstjórn sem félagsmálaráðherra skipaði skilar ekki af sér fyrr en í lok apríl. Alþýðusambandið og fleiri hafa kallað eftir nýrri hugsun í húsnæðismálum og þá ekki hvað síst á leigumarkaðnum og í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra hefur verið að störfum frá því í fyrra vor en ráðherra hefur lagt áherslu á víðtækt samstarf um mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hóf umræðu um þessi mál á Alþingi í dag og ýtti á eftir aðgerðum. „Það er alvarlegt ástand á húsnæðismarkaði og húsnæðisöryggi ungs fólks, millitekjufólks, lágtekjufólks, er ógnað. Við vitum öll að húsnæði er ekki á viðráðanlegum kjörum. Kaup og leiga er einungis á færi þeirra efnameiri,“ sagði Árni Páll. Þá væri of mikið framboð á stóru húsnæði en skortur á minna húsnæði bæði til kaups og leigu. Árni Páll minnti á tillögur Samfylkingarinnar um samræmdar húsnæðisbætur, undanþágu frá skatti af leigutekjum á einni íbúð og fleira. „Og því vil ég spyrja ráðherra hvað líður aðgerðum? Hvað líður raunverulegum úrbótum og þá alveg sérstaklega, mun ráðherra leggja til við gerð fjárlaga að fé verði veitt til að hækka stórlega húsaleigubætur svo hægt verði að koma á nýju kerfi, sameiginlegu kerfi húsaleigu og vaxtabóta undir nafni húsnæðisbóta,“ spurði formaður Samfylkingarinnar. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sagði mikilvægt að styrkja leigumarkaðinn með öllum ráðum og að öllum fjölskyldum yrði tryggt val og öryggi í húsnæðismálum. „Og ég held að við öll sem sitjum hér gerum okkur mjög vel grein fyrir því hversu dýrkeypt það getur verið fyrir okkur að taka rangar ákvarðanir varðandi uppbyggingu húsnæðismarkaðarins hér á Íslandi. Þannig að það er það sem verkefnisstjórnin hefur verið að gera, hún hefur verið að vanda vinnu sína,“ sagði Eygló. Verkefnisstjórnin muni skila af sér tillögum í lok apríl. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ná víðtækri sátt um nýtt húsnæðiskerfi og úrbætur á leigumarkaði. Reynslan sýni að það geti reynst dýrt að taka rangar ákvarðanir í þessum málaflokki. Þingmenn kölluðu eftir tafarlausum úrbótum af hálfu stjórnvalda á Alþingi í dag. Þingmenn eru flestir sammála um að núverandi húsnæðiskerfi sé í ólestri og á því þurfi að gera breytingar, og þá alveg sérstaklega hvað varðar leigumarkaðinn. En frumvarp þar að lútandi kemur ekki fram á þessu vorþingi því frestur til að leggja fram frumvörp rann út í dag og verkefnisstjórn sem félagsmálaráðherra skipaði skilar ekki af sér fyrr en í lok apríl. Alþýðusambandið og fleiri hafa kallað eftir nýrri hugsun í húsnæðismálum og þá ekki hvað síst á leigumarkaðnum og í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra hefur verið að störfum frá því í fyrra vor en ráðherra hefur lagt áherslu á víðtækt samstarf um mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hóf umræðu um þessi mál á Alþingi í dag og ýtti á eftir aðgerðum. „Það er alvarlegt ástand á húsnæðismarkaði og húsnæðisöryggi ungs fólks, millitekjufólks, lágtekjufólks, er ógnað. Við vitum öll að húsnæði er ekki á viðráðanlegum kjörum. Kaup og leiga er einungis á færi þeirra efnameiri,“ sagði Árni Páll. Þá væri of mikið framboð á stóru húsnæði en skortur á minna húsnæði bæði til kaups og leigu. Árni Páll minnti á tillögur Samfylkingarinnar um samræmdar húsnæðisbætur, undanþágu frá skatti af leigutekjum á einni íbúð og fleira. „Og því vil ég spyrja ráðherra hvað líður aðgerðum? Hvað líður raunverulegum úrbótum og þá alveg sérstaklega, mun ráðherra leggja til við gerð fjárlaga að fé verði veitt til að hækka stórlega húsaleigubætur svo hægt verði að koma á nýju kerfi, sameiginlegu kerfi húsaleigu og vaxtabóta undir nafni húsnæðisbóta,“ spurði formaður Samfylkingarinnar. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sagði mikilvægt að styrkja leigumarkaðinn með öllum ráðum og að öllum fjölskyldum yrði tryggt val og öryggi í húsnæðismálum. „Og ég held að við öll sem sitjum hér gerum okkur mjög vel grein fyrir því hversu dýrkeypt það getur verið fyrir okkur að taka rangar ákvarðanir varðandi uppbyggingu húsnæðismarkaðarins hér á Íslandi. Þannig að það er það sem verkefnisstjórnin hefur verið að gera, hún hefur verið að vanda vinnu sína,“ sagði Eygló. Verkefnisstjórnin muni skila af sér tillögum í lok apríl.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira