Innlent

Hafa frætt 35 þúsund manns

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Svava Björnsdóttir heldur þessa dagana námskeið fyrir níu manns frá Lettlandi.
Svava Björnsdóttir heldur þessa dagana námskeið fyrir níu manns frá Lettlandi. Fréttablaðið/GVA
Forvarnir Samtökin Blátt áfram fagna tíu ára afmæli þessa dagana.

Samtökin eru ein af fáum sem snúa að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og hafa aðrar þjóðir leitað til samtakanna til að kynna sér aðferðafræðina sem þau nota, þar á meðal fólk frá Grænlandi og Ungverjalandi. Þessa dagana eru níu manns frá Lettlandi á námskeiði hjá samtökunum.

„Við erum búin að fræða 35 þúsund manns á síðustu tíu árum og þannig ná til tíu prósenta þjóðarinnar. Við sjáum árangurinn í þeirri vitundarvakningu sem hefur orðið varðandi þessi mál á tiltölulega stuttum tíma,“ segir Svava Björnsdóttir, ein stofnenda Blátt áfram og varaformaður.

Svava segir næst á dagskrá að búa til íslenskt fræðsluefni sem er sérstaklega ætlað fullorðnu fólki. „Við viljum einbeita okkur að fullorðna fólkinu enda liggur ábyrgðin hjá því. Sérstaklega er mikilvægt að foreldrarnir fái fræðslu og munum við bjóða upp á fyrirlestra fyrir þá núna í apríl af tilefni alþjóðlegs mánaðar gegn ofbeldi gagnvart börnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×