Blótar spilavítum Willums í sand og ösku Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2014 15:14 Júlíus Þór er reiður vegna frumvarps Willums um lögleiðingu fjárhættuspila: "Hann er örugglega leppur fyrir fótboltatvíburana ofan af Skaga. Þetta er draumur þeirra.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur nú Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Júlíus Þór Júlíusson framkvæmdastjóri er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hann var áberandi á árum áður í baráttu sinni gegn spilamennsku og spilafíkn. En ekki hefur farið mikið fyrir þeirri baráttu nú á allra síðustu árum. Júlíus segir skelfilegt að menn skuli láta sér detta þetta í hug, að vilja lögleiða fjárhættuspil. „Hafa menn virkilega ekkert annað að gera þarna á þinginu? Þessi maður er veruleikafirrtur. Ég veit ekki hvað honum gengur til,“ spyr hann og segir algerlega fyrirliggjandi að þetta muni auka mjög á djúpstæðan vandann. Júlíus Þór hefur viljað feta þá braut að þrengja mjög lög og reglur um spilamennsku á Íslandi. „Jájá, maður er búinn að standa í þessu í tíu ár að fá þessu eitthvað breytt. Það hefur ekkert gengið. Þó Ögmundur Jónasson hafi haft tækifæri til þess þegar hann var ráðherra.“Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa talað fyrir lögleiðingu fjárhættuspila.vísir/teiturHandbendi fótboltatvíburanna? „Ég held að maðurinn ætti að snúa sér að einhverju öðru. Hann er örugglega leppur fyrir fótboltatvíburana ofan af Skaga. Þetta er draumur þeirra. Koma með þetta í þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu?! Fullt af fólki sem er að tapa aleigu sinni. hvað heldur þú að túristar sem hingað eru komnir til að skoða landið sitji inni í reykmettuðu bakherbergi til að spila fjárhættuspil? Það verða Íslendingar sem spila þarna,“ segir Júlíus Þór. Hann telur engan vafa leika á um að rýmri reglur um fjárhættuspil verði til að auka mjög á vanda þeirra sem haldnir eru spilafíkn.Framsóknarmenn áhugasamir um spilamennsku Og Júlíus Þór veltir því fyrir sér hvernig á því standi að Framsóknarmenn séu svona áhugasamir um þetta og rifjar upp þegar Birkir Jón Jónsson þá alþingismaður var gripinn í ólöglegu spilavíti skömmu eftir að hann hafði talað um að hann vildi berjast fyrir lögleiðingu fjárhættuspila. „Hann var gripinn í landhelgi. Spurning hvort hinn stundi þetta líka? Af hverju er hann að koma með þetta frumvarp núna þegar fjölskyldunum er að blæða út. Heldur hann virkilega að þetta verði til að bæta ástandið?“ spyr Júlíus Þór og viðurkennir fúslega að hann verði reiður þegar þetta berst í tal.Djúpstæður vandi spilafíkla Ekki hefur farið mikið fyrir starfsemi Samtaka áhugafólks um spilafíkn að undanförnu. Júlíus segist ekki hafa haft úthald til að halda starfinu vakandi eftir tíu ára baráttu. „Það vill enginn hlusta,“ segir Júlíus sem var þá á frystitogara og gat einhent sér í baráttuna milli túra. Og í útilegum gat hann skrifað og haldið úti heimasíðu. Aðstæður Júlíusar eru ekki þannig að hann geti haldið þessu úti lengur. „Enginn hefur orðið til að taka við kyndlinum, enda vill enginn láta kenna sig við spilafíkn. Því fylgir svo mikil skömm. Jájá, ég er spilafíkill. Það bjargaði lífi mínu að stofna þessi samtök á sínum tíma. Ég þekki þennan vanda vel. Fólk kemur með launin sín um mánaðarmótin, spilar þeim út á einum eða tveimur dögum og er svo á Féló eða betlandi þess á milli. Þetta gerir fólk mánuð eftir mánuð og það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar fólk er búið að spila öllu frá sér er sjálfsvíg,“ segir Júlíus og fullyrðir að fjölmargir hafi svipt sig lífi og það megi rekja til spilafíknar. Vandinn er mikill og djúpstæður. „Ég stóð í spilasölum í mörg ár og sá aldrei neinn koma við hliðina á mér með fjölskylduna til að spila sér til ánægju. Ég hef gefist upp, enginn sem hlustar.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur nú Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Júlíus Þór Júlíusson framkvæmdastjóri er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hann var áberandi á árum áður í baráttu sinni gegn spilamennsku og spilafíkn. En ekki hefur farið mikið fyrir þeirri baráttu nú á allra síðustu árum. Júlíus segir skelfilegt að menn skuli láta sér detta þetta í hug, að vilja lögleiða fjárhættuspil. „Hafa menn virkilega ekkert annað að gera þarna á þinginu? Þessi maður er veruleikafirrtur. Ég veit ekki hvað honum gengur til,“ spyr hann og segir algerlega fyrirliggjandi að þetta muni auka mjög á djúpstæðan vandann. Júlíus Þór hefur viljað feta þá braut að þrengja mjög lög og reglur um spilamennsku á Íslandi. „Jájá, maður er búinn að standa í þessu í tíu ár að fá þessu eitthvað breytt. Það hefur ekkert gengið. Þó Ögmundur Jónasson hafi haft tækifæri til þess þegar hann var ráðherra.“Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa talað fyrir lögleiðingu fjárhættuspila.vísir/teiturHandbendi fótboltatvíburanna? „Ég held að maðurinn ætti að snúa sér að einhverju öðru. Hann er örugglega leppur fyrir fótboltatvíburana ofan af Skaga. Þetta er draumur þeirra. Koma með þetta í þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu?! Fullt af fólki sem er að tapa aleigu sinni. hvað heldur þú að túristar sem hingað eru komnir til að skoða landið sitji inni í reykmettuðu bakherbergi til að spila fjárhættuspil? Það verða Íslendingar sem spila þarna,“ segir Júlíus Þór. Hann telur engan vafa leika á um að rýmri reglur um fjárhættuspil verði til að auka mjög á vanda þeirra sem haldnir eru spilafíkn.Framsóknarmenn áhugasamir um spilamennsku Og Júlíus Þór veltir því fyrir sér hvernig á því standi að Framsóknarmenn séu svona áhugasamir um þetta og rifjar upp þegar Birkir Jón Jónsson þá alþingismaður var gripinn í ólöglegu spilavíti skömmu eftir að hann hafði talað um að hann vildi berjast fyrir lögleiðingu fjárhættuspila. „Hann var gripinn í landhelgi. Spurning hvort hinn stundi þetta líka? Af hverju er hann að koma með þetta frumvarp núna þegar fjölskyldunum er að blæða út. Heldur hann virkilega að þetta verði til að bæta ástandið?“ spyr Júlíus Þór og viðurkennir fúslega að hann verði reiður þegar þetta berst í tal.Djúpstæður vandi spilafíkla Ekki hefur farið mikið fyrir starfsemi Samtaka áhugafólks um spilafíkn að undanförnu. Júlíus segist ekki hafa haft úthald til að halda starfinu vakandi eftir tíu ára baráttu. „Það vill enginn hlusta,“ segir Júlíus sem var þá á frystitogara og gat einhent sér í baráttuna milli túra. Og í útilegum gat hann skrifað og haldið úti heimasíðu. Aðstæður Júlíusar eru ekki þannig að hann geti haldið þessu úti lengur. „Enginn hefur orðið til að taka við kyndlinum, enda vill enginn láta kenna sig við spilafíkn. Því fylgir svo mikil skömm. Jájá, ég er spilafíkill. Það bjargaði lífi mínu að stofna þessi samtök á sínum tíma. Ég þekki þennan vanda vel. Fólk kemur með launin sín um mánaðarmótin, spilar þeim út á einum eða tveimur dögum og er svo á Féló eða betlandi þess á milli. Þetta gerir fólk mánuð eftir mánuð og það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar fólk er búið að spila öllu frá sér er sjálfsvíg,“ segir Júlíus og fullyrðir að fjölmargir hafi svipt sig lífi og það megi rekja til spilafíknar. Vandinn er mikill og djúpstæður. „Ég stóð í spilasölum í mörg ár og sá aldrei neinn koma við hliðina á mér með fjölskylduna til að spila sér til ánægju. Ég hef gefist upp, enginn sem hlustar.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira