Fleiri fréttir

Park er fyrsti kvenforseti Suður Kóreu

Park Geun-Hye sigraði í forsetakosningum í Suður Kóreu og verður því fyrsti kvenforseti landsins. Hún er ekki ókunnug forsetahöllinni því hún er dóttir fyrrum einræðisherra Suður Kóreu.

Bílar helmingi eldri en í ESB

Meðalaldur íslenska bílaflotans eru nú 12,5 ár, og hefur ekki verið hærri síðustu áratugi. Bílar hér á landi eru að meðaltali helmingi eldri en bílar innan ríkja Evrópusambandsins (ESB) samkvæmt samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Ísland verður í flokki með Sýrlandi

Forsvarsmenn Eimskips hafa sent Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf og farið fram á skýringar og viðbrögð við kröfum Bandaríkjamanna um hertar aðgerðir gegn laumufarþegum á Íslandi.

Endurskoðun snertir Ísland beint

Evrópusambandið leitar álits hjá almenningi og sérfræðingum vegna heildarendurskoðunar stefnumótunar sambandsins í loftgæðamálum. Samráðsferlinu, sem hófst 10. þessa mánaðar, lýkur 4. mars.

Telja óvíst um vatnsstöðu vegna leigutanks

Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur eru andvígir því að borgin taki á leigu einn hitaveitutanka Orkuveitunnar í Öskjuhlið samfara kaupum borgarinnar á Perlunni.

Gjöld á brjóstapúða en ekki á túrtappa

Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á það í umræðum á Alþingi í gær að til stæði að leggja sérgjald á túrtappa, smokka, tannþráð, bleiur og ýmislegt fleira. Þessar vörur, ásamt öðrum, voru skilgreindar sem lækningavörur, en samkvæmt frumvarpi velferðarráðherra á að setja sérgjald á þær vörur. Það á að standa undir skráningu.

Lögum breytt vegna BM Vallár

Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum.

Benni ákærður fyrir vanskil á ársreikningi

„Það er algjörlega galið dæmi að sérstakur saksóknari sé að vesenast í Bílabúð Benna með þetta,“ segir Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna, sem hefur verið ákærður fyrir að skila ekki ársreikningi ársins 2010.

Skólpmálin eru áhyggjuefni

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það áhyggjuefni að við Íslendingar séum langt á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að skólpmálum. Hún segir stöðnun ríkja og að jafnvel megi tala um afturför vegna skorts á viðhaldi, og í því ljósi þurfi nokkur sveitarfélög að gera átak til að uppfylla kröfur. Stjórnvaldssektir eru til skoðunar í ráðuneytinu.

Nam nýfætt barn á brott

Víðtæk leit var gerð að ungri konu í Frakklandi í gær, en konan rændi tveggja daga gömlu barni af spítala í Nancy seint á þriðjudagskvöld.

Meint svik í auglýsingu ASÍ mjög undorpin túlkun

Ríkisstjórnin lofaði að afgreiða rammaáætlun á haustþingi fyrir meira en ári og að fylgja viðurkenndu ferli. Þá má deila um hvort ríkisstjórnin hafi vanefnt loforð um fjárfestingu. Úttekt fréttastofunnar leiðir hins vegar í ljós að önnur atriði í auglýsingu ASÍ um svikin loforð ríkisstjórnarinnar eru háð túlkun.

Menntamálaráðherra rekinn úr vestfirskri lopapeysu á Alþingi

"Þetta voru nú vinsamleg tilmæli, en maður hlýðir alltaf forsetanum,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, sem var rekin úr lopapeysu sem hún var klædd í á Alþingi í dag. Það þótti ekki við hæfi að vera klæddur í lopapeysu á Alþingi í dag að mati forseta Alþingis.

Íbúar á Eyrabakka skelkaðir vegna strokufanga

"Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag.

Sagan þegar örninn flaug með Ragnheiði

Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum.

Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum

Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu.

Enn leynd yfir skyndilegri brottvikningu bæjarstjóra

Enn ríkir þögn um það hversvegna bæjarstjóranum á Akranesi var skyndilega vikið frá störfum um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um dagpeninga og aksturskostnað bæjarstjórans.

Björgunarsveitamenn hættir leit að strokufanganum

Björgunarsveitamenn eru hættir að leita að Matthíasi Mána Erlingssyni, fanga sem strauk frá Litla-Hrauni, í dag. Um 50 björgunarsveitamenn voru við leit í dag, en jafnframt tóku fangaverðir og lögreglan þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu munu lögreglumenn halda áfram leit að honum. Þeir munu meðal annars fara yfir vísbendingar sem hafa borist.

Húsaleigubætur hækka á næsta ári

Grunnfjárhæð húsaleigubóta hækkar á næsta ári og dregið verður úr skerðingaráhrifum tekna á bætur leigjenda. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, þess efnis á fundi í gær.

Ákærður fyrir að rífa íslenskan fjárhund upp á eyrunum

Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um brot á lögum um dýravernd. Hann var ákærður fyrir að hafa á föstudegi árið 2010 tekið íslenskan fjárhund upp á eyrunum og haldið á honum þannig nokkurn spöl á meðan að hundurinn ýlfraði og vældi af kvölum og reyndi ákaft að losa sig.

Foreldrar á Eyrarbakka sóttu börnin í skólann

"Við reynum að nálgast þetta þannig að þetta hafi engin áhrif á börnin, að þau séu skelfd, en maður finnur það í foreldrahópnum að fólk er með varann á sér,“ segir Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Barack Obama er maður ársins

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er maður ársins að mati bandaríska tímaritsins Time. Þetta tilkynnti Rick Stengel, ritstjóri Time, í sjónvarpsþættinum Today fyrr í dag.

Lífskjör foreldra verri en margra annarra

Stjórnvöld hafa brugðist við neikvæðum afleiðingum efnahagskreppunnar með ýmsum aðgerðum sérstaklega, með það að markmiði að vernda viðkvæma hópa. Þó eru vísbendingar um að lífskjör foreldra séu verri en annarra hópa samfélagsins og hafa þar að auki versnað meira í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta segir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, sem hefur nýlokið við meistararitgerð í félagsráðgjöf, um stöðu barnafjölskyldna eftir bankahrun. Leiðbeinandi Ragnheiðar Láru var Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Umboðsmaður skuldara birtir reiknivél á vef sínum

Reiknivél fyrir endurútreikning lána einstaklinga með ólögmætri gengistryggingu hefur nú verið birt á vef Umboðsmanns skuldara. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir því þann 26. október síðastliðinn að umboðsmaður skuldara setti upp reiknivél á vef sínum, www.ums.is, þar sem hægt væri að endurreikna lán með ólögmætri gengistryggingu. Endurútreikningur þessi tekur mið af dómum Hæstaréttar, þar sem kemur fram að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti af lánum aftur í tímann.

Björgunarsveitarmaður slasaðist við Múlafell

Björgunarsveitarmaður sem slasaðist við Múlafell í Hvalfirði er nú á leið til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var á leið í ísklifursæfingu þegar slysið átti sér stað.

Afla upplýsinga um hugsanlega sprengjugerðarmenn

Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri hafa myndað vinnuhóp sem á að afla upplýsinga vegna innflutnings, sölu og dreifingar á grunnefnum sem nýta má til sprengjugerðar. Markmiðið er að afla upplýsinga um skipan þessara mála hérlendis, löggjöf, leyfaveitingar og eftirlit, og koma á samstarfi við aðrar stofnanir sem fara með sviðsábyrgð á þessum málaflokkum. Vinnuhópurinn hefur þegar leitað eftir samstarfi við opinberar stofnanir sem hafa eftirlit með slíkum efnum í því skyni að takmarka eftir föngum möguleika einstaklinga eða hópa til að setja saman sprengjur úr annars löglegum efnum.

Var myndbandið tilbúningur?

Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt.

Matthíasar Mána leitað við Eyrarbakka

Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nú leitað á Eyrarbakka, steinsnar frá Litla-Hrauni.

Eru þetta bestu kvikmyndir ársins?

Undir árslok keppast gagnrýnendur við að birta topplista sína. Árið sem nú líður undir lok hefur sannarlega reynst vera mikið kvikmyndaár og fjölmargar stórgóðar myndir hafa litið dagsins ljós. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim kvikmyndum sem hlotið hafa hvað mest lof frá gagnrýnendum í ár.

Börn fá ókeypis í sund út janúar

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á föstudag í síðustu viku að veita börnun að 18 ára aldri ókeypis aðgang í laugarnar í Reykjavík frá 20. desember næst komandi til og með 31.janúar 2013.

Gámur af ungbarnapökkum á leið frá Íslandi til Hvíta-Rússlands

Rauði krossinn á Íslandi hefur sent frá sér gám fullan af ungbarnapökkum og barnafötum til Hvíta-Rússlands. Um 6000 börn munu njóta góðs af sendingunni. Þetta er þriðja árið í röð sem systurfélag Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi fær sendingu héðan af hlýjum fatnaði, og þriðji gámurinn sem sendur er á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir