Gjöld á brjóstapúða en ekki á túrtappa kolbeinn@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 06:00 Samkvæmt tollaskrá eru meðal annars dömubindi, túrtappar, smokkar, bleiur og tannþráður skilgreind sem lækningatæki. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á það í umræðum á Alþingi í gær að til stæði að leggja sérgjald á túrtappa, smokka, tannþráð, bleiur og ýmislegt fleira. Þessar vörur, ásamt öðrum, voru skilgreindar sem lækningavörur, en samkvæmt frumvarpi velferðarráðherra á að setja sérgjald á þær vörur. Það á að standa undir skráningu. „Við erum að tala um smokka og aðrar getnaðarvarnir, við erum að tala um dömubindi og tíðatappa, bleiur og bleiufóður, við erum að tala um linsuvökva og við erum að tala um tannþráð – sem lækningatæki," sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að fyrir mistök hafi ekki verið hreinsað út úr skrá vörumerkja sem bera eiga gjaldið. „Hugmyndin á bak við frumvarpið er að ná utan um þau tæki sem notuð eru í mannslíkamanum. Þetta kemur í kjölfarið á brjóstapúðamálinu, og fylgjast með skráningu og eftirliti á þeim tækjum. Það er notað hugtakið lækningatæki og undir því eru allir þessir smáhlutir og rekstrarvörur sem aldrei stóð til að leggja nein gjöld á eða bæta við eða breyti eftirliti á." Guðbjartur mun draga frumvarpið til baka og leggja það fram að nýju í janúar. Þá verður búið að hreinsa út þær vörur sem ekki stendur til að skrá. „Þetta er fyrst og fremst til að fólk lendi ekki í svipaðri stöðu og með brjóstapúðana. Það á að vera rekjanlegt hvaða vörur er verið að nota og hverjir nota þær." Guðbjartur segir mistökin liggja í því að skilgreiningin á lækningatækjum hafi verið mun víðari en hann hafi gert sér grein fyrir. Eftir stendur að í tollskrám eru dömubindi, bleiur, túrtappar og tannþráður flokkuð sem lækningavörur. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á það í umræðum á Alþingi í gær að til stæði að leggja sérgjald á túrtappa, smokka, tannþráð, bleiur og ýmislegt fleira. Þessar vörur, ásamt öðrum, voru skilgreindar sem lækningavörur, en samkvæmt frumvarpi velferðarráðherra á að setja sérgjald á þær vörur. Það á að standa undir skráningu. „Við erum að tala um smokka og aðrar getnaðarvarnir, við erum að tala um dömubindi og tíðatappa, bleiur og bleiufóður, við erum að tala um linsuvökva og við erum að tala um tannþráð – sem lækningatæki," sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að fyrir mistök hafi ekki verið hreinsað út úr skrá vörumerkja sem bera eiga gjaldið. „Hugmyndin á bak við frumvarpið er að ná utan um þau tæki sem notuð eru í mannslíkamanum. Þetta kemur í kjölfarið á brjóstapúðamálinu, og fylgjast með skráningu og eftirliti á þeim tækjum. Það er notað hugtakið lækningatæki og undir því eru allir þessir smáhlutir og rekstrarvörur sem aldrei stóð til að leggja nein gjöld á eða bæta við eða breyti eftirliti á." Guðbjartur mun draga frumvarpið til baka og leggja það fram að nýju í janúar. Þá verður búið að hreinsa út þær vörur sem ekki stendur til að skrá. „Þetta er fyrst og fremst til að fólk lendi ekki í svipaðri stöðu og með brjóstapúðana. Það á að vera rekjanlegt hvaða vörur er verið að nota og hverjir nota þær." Guðbjartur segir mistökin liggja í því að skilgreiningin á lækningatækjum hafi verið mun víðari en hann hafi gert sér grein fyrir. Eftir stendur að í tollskrám eru dömubindi, bleiur, túrtappar og tannþráður flokkuð sem lækningavörur.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira