Innlent

Björgunarsveitarmaður slasaðist við Múlafell

Kolbeinn Guðmundsson
Björgunarsveitarmaður sem slasaðist við Múlafell í Hvalfirði er nú á leið til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var á leið í ísklifursæfingu þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu studdi maðurinn sér við stein þegar hann og klifurfélegar hans héldu upp fjallshlíðina. Það fór ekki betur en svo að steininn losnaði og tók manninn með sér. Steinninn vó um hundrað og fimmtíu kíló. Við fallið slasaðist maðurinn á öxl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×