Innlent

Gríðarlegt magn af síld streymdi út úr Kolgrafarfirði

Gríðarlegt magn af af hálf dauðri eða vankaðri síld, streymdi úr úr Kolgrafarfirði á útfallinu í gær og til hafs.

Mikill straumur myndast undir brúnni í fjarðarminninu á sjávarföllunum og urðu margir vitni að þessu.

Úti fyrir beið sjófuglinn í þúsunda tali og gæddi sér á síldinni en talið er að töluvert af henni nái sér á strik við að komast í hlýrri sjó en er í firðinum.

Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa verið að reyna að meta hversu mikið er af dauðri síld á botni fjarðarins, en niðurstöður liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×