Innlent

Umboðsmaður skuldara birtir reiknivél á vef sínum

Reiknivél fyrir endurútreikning lána einstaklinga með ólögmætri gengistryggingu hefur nú verið birt á vef Umboðsmanns skuldara. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir því þann 26. október síðastliðinn að umboðsmaður skuldara setti upp reiknivél á vef sínum, www.ums.is, þar sem hægt væri að endurreikna lán með ólögmætri gengistryggingu. Endurútreikningur þessi tekur mið af dómum Hæstaréttar, þar sem kemur fram að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti af lánum aftur í tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×