Innlent

Húsaleigubætur hækka á næsta ári

Grunnfjárhæð húsaleigubóta hækkar á næsta ári og dregið verður úr skerðingaráhrifum tekna á bætur leigjenda. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, þess efnis á fundi í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu eru breytingarnar liður í innleiðingu nýs húsnæðisbótakerfis. Er markmið þeirra að húsaleigubætur nái til fleiri heimila.

Þá er áætlað að útgjöld ríkissjóðs vegna breytinganna aukist um tæpan milljarð á næsta ári vegna breytinganna sem ganga í gildi á næsta ári:



  • Hækkun tekjuskerðingarmarka 1. janúar 2013. Húsaleigubætur byrja að óbreyttu að skerðast þegar árstekjur fara yfir 2,25 milljónir króna en með breytingunni hækka mörkin í 2,5 milljónir króna.
  • Skerðing húsaleigubóta vegna tekna lækkar úr 12% í 8% á ársgundvelli frá 1. janúar 2013. Að óbreyttu skerðast húsaleigubætur í hverjum mánuði um 1% af árstekjum umfram 2,25 milljónir króna. Eftir breytinguna munu bæturnar skerðast um 0,67% af árstekjum umfram 2,5 milljónir króna.
  • Grunnupphæð húsaleigubóta hækkuð í áföngum. Þann 1. janúar næstkomandi hækkar grunnupphæð húsaleigubóta um 1.700 krónur á mánuði og aftur þann 1. júlí um 2.300 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×