Íbúar á Eyrarbakka skelkaðir vegna strokufanga 19. desember 2012 19:09 „Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira