Innlent

Bílar helmingi eldri en í ESB

Gamall Nýir bílar eru með betri öryggisbúnað fyrir ökumann og farþega en eldri bílar.Fréttablaðið/Valli
Gamall Nýir bílar eru með betri öryggisbúnað fyrir ökumann og farþega en eldri bílar.Fréttablaðið/Valli
Meðalaldur íslenska bílaflotans eru nú 12,5 ár, og hefur ekki verið hærri síðustu áratugi. Bílar hér á landi eru að meðaltali helmingi eldri en bílar innan ríkja Evrópusambandsins (ESB) samkvæmt samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Meðalaldur bíla í ríkjum ESB er 8,3 ár. Hæstur er meðalaldurinn í Eistlandi, 12 ár, en lægstur á Írlandi, 6,3 ár. Endurnýjun bíla hefur verið sáralítil hér á landi frá hruninu haustið 2008.

FÍB telur rétt að stjórnvöld lækki vörugjöld á alla aðalflokka bíla til að tryggja eðlilegri endurnýjun bílaflota heimilanna, enda nýir bílar öruggari en eldri. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×