Innlent

Gerendur í manndrápsmálum mun oftar karlar en konur

Tæknideild lögreglunnar á vettvangi morðs.
Tæknideild lögreglunnar á vettvangi morðs. Mynd/Anton
Gerendur í manndrápsmálum á árunum 1998 til 2011 voru mun oftar karlar en konur, eða 81 prósent. Yngsti gerandinn var 21 árs gamall og sá elsti 45 ára. Meðalaldur þeirra var 31 ár.

Þetta kemur fram í skýrslunni Afbrotatölfræði 2011 sem veðrur gefin út af Ríkislögreglustjóra á bnæstu dögum.

Árið 2011 voru þrjú manndráp framin, öll á höfuðborgarsvæðinu. Manndráp voru færri síðustu ár en árið 2011, tvö árið 2010 og eitt árið 2099. Ekkert manndráp var framið árið 2008.

Í skýrslunni kemur fram að meirihluti þolenda á tímabilinu hafi verið karlmenn, eða 17 á móti 9 konum. Þá er aldur þolenda á þessu tímabili breytilegur, yngsti þolandinn var nýfætt barn og sá elsti áttræður.

Hér má sjá fjölda manndrápa greint eftir kyni þolanda árin 1998 til 2011.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×