Fleiri fréttir Greiddi 950 milljónir fyrir Perluna og vill náttúruminjasafn og kaffihús Borgarstjórn samþykkti í gær að kaupa Perluna af Orkuveitunni, en borgin greiðir 950 milljónir króna fyrir með handbæru fé og því ekki ráðist í lántökur. Vonir standa til að náttúruminjasafn og kaffihús verði á fyrstu hæðinni og þá er stefnt að því að tryggja áfram rekstur veitingastaðar á efstu hæð. 19.12.2012 09:35 Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. 19.12.2012 09:00 Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19.12.2012 08:54 Hvít jól algengari en rauð á síðustu árum Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 08:00 Viðræðurnar færast yfir á annað stig Þrátt fyrir óvissu á stjórnmálasviðinu eru aðildarviðræður Íslands og ESB komnar á nýtt stig þar sem viðræður eru hafnar um kafla sem standa utan EES-samningsins og meira ber á milli aðila. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sögðu að lokinni fimmtu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í gær að um væri að ræða ákveðinn áfanga á þessari vegferð. 19.12.2012 07:45 Kvarta undan humarskorti Dæmi eru um að fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu alveg uppiskroppa með stóra humarhala. Humarhalar í stærðarflokknum 40 til 70 grömm eru vinsæll hátíðarmatur. Útflutningur á heilum humri og humarhölum hefur aukist og því minna til skiptanna á innanlandsmarkaði. 19.12.2012 07:30 Fjölmiðlar úr takti ali ekki á misklíðinni Mikilvægt er að fjölmiðlar ali ekki á misklíð, segir eftirlitsnefnd Alþingis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 19.12.2012 07:30 Stöð 2 send út í háskerpu Stöð 2 hefur í dag formlega útsendingu í háskerpu, HD, og verður þar með fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að bjóða upp á reglubundnar útsendingar í háskerpu. 19.12.2012 07:15 Fjórbrotinn í andliti eftir árás við Bar 11 Ungur maður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags vill eftirlitsmyndavélar um allan miðbæ. Hann er fjórbrotinn í andliti og þurfti í aðgerð eftir að hafa verið sleginn í höfuðið af óþekktum árásarmanni. 19.12.2012 07:00 Lögregla og tollur náðu 24 kílóum af heróíni í Noregi Lögreglan og tollurinn í Noregi hafa lagt hald á 24 kíló af heróíni sem reynt var að smygla til landsins í gegnum Svíþjóð. 19.12.2012 06:55 Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni í fyrradag, er enn ófundinn og er leitin nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 06:53 Slasaðist í bílveltu skammt frá Borgarnesi Bíll valt út af þjóðveginum á Mýrum, skammt frá Borgarnesi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 19.12.2012 06:51 Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla á milli Eyja og Þorlákshafnar um óákveðinn tíma, eða þar til rannsókn á atvikinu í hafnarminninu í Landeyjahöfn í síðasta mánuði, þar sem skemmdir urðu á skipinu, er lokið. 19.12.2012 06:50 Hluti af Suðurskautinu skírður í höfuðið á Bretadrottningu Stór hluti af Suðurskautinu hefur verið skírður í höfuðið á Elísabetu Bretadrottningu og heitir hér eftir Queen Elizabeth Land. Svæðið sem hér um ræðir er nærri tvöfalt stærra en Bretland og var án nafns áður. 19.12.2012 06:47 Segist vanur flugeldum frá Jóni Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, styður tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Það yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda ætti viðræðunum áfram. 19.12.2012 06:45 Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19.12.2012 06:43 Náðu þjófagenginu sem brotist hefur inn í íbúðarhús Lögreglan er að líkindum búin að hafa hendur í hári þjófagengis, sem hefur brotist inn í mörg íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og einkum stolið skartgripum, og svo á Akureyri í gær. 19.12.2012 06:41 Obama styður bann við sölu á árásarvopnum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill endurvekja löggjöf um bann við árásarvopnum eins og hríðskotabyssum. Lög um slíkt voru sett árið 1994 en afnumin 10 árum síðan þar sem þau þóttu gölluð. 19.12.2012 06:37 Hættulegur og gengur enn laus „Ég skil mjög vel gagnrýni og aðfinnslur Fangavarðafélagsins og fangelsisyfirvalda,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir að ofbeldismaðurinn Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni í fyrradag. 19.12.2012 06:30 Lagabreyting ógnar starfsendurhæfingu „Lögin geta valdið því að þeir sem eru veikastir og þurfa lengst úrræði gætu orðið af þessari þjónustu sem allir eiga þó rétt á,“ segir Kristín Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar. „Vegna mikils skorts á samfelldri og langvinnri endurhæfingu erum við að horfa upp á það að einstaklingar með þung geðræn vandamál virðast lenda á milli skips og bryggju.“ 19.12.2012 06:15 Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. 19.12.2012 06:00 Vodafone hækkaði á fyrsta degi Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna. 19.12.2012 06:00 Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19.12.2012 06:00 Veikindi vekja óvissu um framtíð Íraks Jalal Talabani, forseti Íraks, liggur á sjúkrahúsi í Bagdad eftir að hafa fengið heilablóðfall. Þar með er komin upp töluverð óvissa um framtíð landsins, nú þegar ár er liðið frá því bandaríski herinn fór heim. 19.12.2012 00:30 Reglur víða verið hertar Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. 19.12.2012 00:00 Rannsakar börn sem telja sig hafa lifað áður Erlendur Haraldsson prófessor hefur rannsakað hátt í 100 börn sem telja sig hafa lifað áður, en hann gaf nýverið út ævisögu sína "Á vit hins ókunna" þar sem greint er frá ótrúlegum sögum sumra þessara barna sem lýsa fyrri lífum í smáatriðum. Lífum einstaklinga sem reyndust hafa verið til áður en börnin fæddust. 18.12.2012 21:30 Óeirðir vegna ásakana um lauslæti í Gautaborg Hundruð unglinga veittu unglingsstúlku eftirför í Gautaborg í morgun og lömdu, eftir að hún var sökuð um að hafa birt nöfn og myndir af fjölda stúlkna úr grunnskóla, þar sem þær voru sagðar lauslátar. Lögreglan handtók hátt í 30 ungmenni vegna málsins en þeir yngstu sem tóku þátt í óeirðunum voru 13 ára gamlir. Atvikið átti sér stað skammt frá skólanum sem krakkarnir stunda. 18.12.2012 21:17 Íslendingar berjast við Kólerufarald í Síerra Leone Tveir íslenskir starfsmenn Rauða krossins leiða hjálparstarf vegna mesta kólerufaraldurs sem upp hefur komið í Afríku á þessu ári, en það er í Síerra Leone. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita fjórtán milljónum króna til neyðarhjálpar í landinu vegna ástandsins. 18.12.2012 21:00 Rekin fyrir að setja of mikið af súkkulaðispæni á hristinginn McDonald´s í Wales í Bretlandi hefur samið við starfsmann, átján ára stúlku, um bætur upp á 3000 pund, eða rúmlega 600 þúsund krónur, fyrir að hafa rekið hana. 18.12.2012 20:49 Brotist inn á Akureyri eftir að fólk fer til vinnu Lögreglan á Akureyri vill vekja athygli á að nú í dag hefur verið tilkynnt um tvö innbrot í heimahús í bænum og eiga þau það sameiginlegt að hafa átt sér stað eftir að heimilisfólk fór til vinnu í morgun. 18.12.2012 19:35 Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. 18.12.2012 19:29 Eldur í Kópavogi Eldur kom upp í húsnæði í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld. Húsið er við Víghólastíg. Slökkviliðið er á svæðinu en fréttastofa mun greina nánar frá málinu þegar upplýsingar berast. 18.12.2012 19:18 Jens sagður beita konur ofbeldi með kerfisbundnum hætti Mál manns, sem grunaður er um að hafa misþyrmt 18 ára stúlku hrottalega fyrir nokkrum dögum, er einstakt að sögn saksóknara hjá lögreglunni. Ekki sé sé vitað um jafn kerfisbundið ofbeldi gegn jafn mörgum konum og birtist í hans málsgögnum. 18.12.2012 19:01 Dómur kveðinn upp í máli Annþórs og Barkar á fimmtudaginn Dómsuppsaga fer fram í máli Annþórs Kristjánssonar, Barkar Birgissonar og átta annarra sakborninga, næstkomandi fimmtudag, vegna ákæra um tvær hrottalegar líkamsárásir sem áttu sér stað fyrir um ári síðan. 18.12.2012 17:15 Gistináttaskattur hækki ekki fyrr en eftir sumarið Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði í dag fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem felur í sér að frestað verður gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á útleigu hótel- og gistiherbergja úr 7% í 14% þannig að hún taki ekki gildi fyrr en 1. september 2013. Í tillögunni segir að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti lækki um 575 milljónir króna frá því sem áætlað var. Breytingatillagan er lögð fram til að koma til móts við athugasemdir hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni sem hafa margir hverjir nú þegar samið um verð á leigu herbergja fyrir næsta sumar. 18.12.2012 16:10 Jólaveðurspáin óljós Veðurspáin fyrir Aðfangadag og Þorláksmessu er frekar óljós, að sögn Helgu Ívarsdóttur veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. "Eins og þetta lítur út núna er frekar leiðinleg stíf norðaustan átt með vætu, en þetta mun skýrast ennfrekar á næstu dögum,“ segir hún. 18.12.2012 16:09 Kennarar ættu að bera skotvopn í kennslustofum Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, varar við því að yfirvöld í Bandaríkjunum grípi til róttækra breytinga á vopnalöggjöf landsins í kjölfar fjöldamorðsins í Newtown síðastliðinn föstudag. 18.12.2012 16:05 Brot úr krukku barst í rauðkálið Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina ákveðna framleiðslulotu af HEIMA Rauðkáli í 1010g umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er að staðfest er eitt atvik þar sem kvarnast hafði upp úr skrúfgangi krukku og brot borist í vöruna, sem þannig skapaði hættu fyrir neytanda hennar. 18.12.2012 16:02 Homeland snýr aftur Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime mun hefja tökur á þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna Homeland á vormánuðum næsta árs. Homeland er einn vinsælasta sjónvarpsþáttur veraldar um þessar mundir. 18.12.2012 15:29 Sex þúsund málsskjöl i Aurum málinu Málsskjölin í Aurum málinu eru um sex þúsund blaðsíður, samkvæmt heimildum Vísis. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum snýst málið um ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem var aðaleigandi bankans, og tveimur starfsmönnum hans. Þeim er gefið að sök umboðssvik með því að sex milljarða króna lán hafi verið veitt úr Glitni, án nægra trygginga. Ákæran var gefin út á fimmtudagskvöld. 18.12.2012 15:26 "Ég læt mig ekki dreyma um að það sé nokkur tilviljun í þessu máli" Árni Páll Árnason varaformaður utanríkismálanefndar segir tillögu fjögurra stjórnarandstæðinga og eins stjórnarþingmanns, um að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, séu krampakennd viðbrögð afla í þjóðfélaginu sem megi ekki til þess hugsa að þjóðin fái að taka frjálsa ákvörðun í málinu í ljósi staðreynda. Hann segir tillöguna hins vegar engu breyta í stöðunni. 18.12.2012 15:08 Rafbílasambandið stofnað í Kringlunni Rafbílasamband Íslands, sem er samband eigenda og söluaðila rafbíla, var stofnað í dag. Um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi og mættu 8 rafbílaeigendur í Kringluna til að taka þátt í stofnun félagsins. Íslandsmet var slegið í leiðinni, því aldrei hafa jafn margir rafbílar verið samankomnir á einum stað á Íslandi áður. 18.12.2012 15:04 Heilbrigðisstarfsmenn myrtir í Pakistan Fimm konur voru skotnar til bana í borginni Karachi í Pakistan í dag. Konunar voru allar heilbrigðisstarfsmenn og unnu að því að bólusetja börn gegn mænusótt. 18.12.2012 14:48 Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, fanginn sem strauk af Litla-Hrauni í gær, var enn ófundinn þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kannaði málið á þriðja tímanum í dag. Matthías strauk, sem kunnugt er, úr fangelsinu um eittleytið í gær. Lögreglan á Selfossi hefur verið með málið til rannsóknar frá klukkan þrjú í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun taka málið yfir í dag. 18.12.2012 14:47 Eitt þúsund gleraugu hafa safnast Hátt í eitt þúsund gleraugu hafa borist í söfnun á vegum Prooptik í Kringlunni í dag. Gleraugun öðlast framhaldslíf hjá viðtakendum í Suður-Ameríku en þau munu renna til hjálparsamtakanna Vision for all. 18.12.2012 14:21 Sjá næstu 50 fréttir
Greiddi 950 milljónir fyrir Perluna og vill náttúruminjasafn og kaffihús Borgarstjórn samþykkti í gær að kaupa Perluna af Orkuveitunni, en borgin greiðir 950 milljónir króna fyrir með handbæru fé og því ekki ráðist í lántökur. Vonir standa til að náttúruminjasafn og kaffihús verði á fyrstu hæðinni og þá er stefnt að því að tryggja áfram rekstur veitingastaðar á efstu hæð. 19.12.2012 09:35
Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. 19.12.2012 09:00
Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19.12.2012 08:54
Hvít jól algengari en rauð á síðustu árum Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 08:00
Viðræðurnar færast yfir á annað stig Þrátt fyrir óvissu á stjórnmálasviðinu eru aðildarviðræður Íslands og ESB komnar á nýtt stig þar sem viðræður eru hafnar um kafla sem standa utan EES-samningsins og meira ber á milli aðila. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sögðu að lokinni fimmtu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í gær að um væri að ræða ákveðinn áfanga á þessari vegferð. 19.12.2012 07:45
Kvarta undan humarskorti Dæmi eru um að fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu alveg uppiskroppa með stóra humarhala. Humarhalar í stærðarflokknum 40 til 70 grömm eru vinsæll hátíðarmatur. Útflutningur á heilum humri og humarhölum hefur aukist og því minna til skiptanna á innanlandsmarkaði. 19.12.2012 07:30
Fjölmiðlar úr takti ali ekki á misklíðinni Mikilvægt er að fjölmiðlar ali ekki á misklíð, segir eftirlitsnefnd Alþingis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 19.12.2012 07:30
Stöð 2 send út í háskerpu Stöð 2 hefur í dag formlega útsendingu í háskerpu, HD, og verður þar með fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að bjóða upp á reglubundnar útsendingar í háskerpu. 19.12.2012 07:15
Fjórbrotinn í andliti eftir árás við Bar 11 Ungur maður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags vill eftirlitsmyndavélar um allan miðbæ. Hann er fjórbrotinn í andliti og þurfti í aðgerð eftir að hafa verið sleginn í höfuðið af óþekktum árásarmanni. 19.12.2012 07:00
Lögregla og tollur náðu 24 kílóum af heróíni í Noregi Lögreglan og tollurinn í Noregi hafa lagt hald á 24 kíló af heróíni sem reynt var að smygla til landsins í gegnum Svíþjóð. 19.12.2012 06:55
Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni í fyrradag, er enn ófundinn og er leitin nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 06:53
Slasaðist í bílveltu skammt frá Borgarnesi Bíll valt út af þjóðveginum á Mýrum, skammt frá Borgarnesi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 19.12.2012 06:51
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla á milli Eyja og Þorlákshafnar um óákveðinn tíma, eða þar til rannsókn á atvikinu í hafnarminninu í Landeyjahöfn í síðasta mánuði, þar sem skemmdir urðu á skipinu, er lokið. 19.12.2012 06:50
Hluti af Suðurskautinu skírður í höfuðið á Bretadrottningu Stór hluti af Suðurskautinu hefur verið skírður í höfuðið á Elísabetu Bretadrottningu og heitir hér eftir Queen Elizabeth Land. Svæðið sem hér um ræðir er nærri tvöfalt stærra en Bretland og var án nafns áður. 19.12.2012 06:47
Segist vanur flugeldum frá Jóni Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, styður tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Það yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda ætti viðræðunum áfram. 19.12.2012 06:45
Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19.12.2012 06:43
Náðu þjófagenginu sem brotist hefur inn í íbúðarhús Lögreglan er að líkindum búin að hafa hendur í hári þjófagengis, sem hefur brotist inn í mörg íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og einkum stolið skartgripum, og svo á Akureyri í gær. 19.12.2012 06:41
Obama styður bann við sölu á árásarvopnum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill endurvekja löggjöf um bann við árásarvopnum eins og hríðskotabyssum. Lög um slíkt voru sett árið 1994 en afnumin 10 árum síðan þar sem þau þóttu gölluð. 19.12.2012 06:37
Hættulegur og gengur enn laus „Ég skil mjög vel gagnrýni og aðfinnslur Fangavarðafélagsins og fangelsisyfirvalda,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir að ofbeldismaðurinn Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni í fyrradag. 19.12.2012 06:30
Lagabreyting ógnar starfsendurhæfingu „Lögin geta valdið því að þeir sem eru veikastir og þurfa lengst úrræði gætu orðið af þessari þjónustu sem allir eiga þó rétt á,“ segir Kristín Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar. „Vegna mikils skorts á samfelldri og langvinnri endurhæfingu erum við að horfa upp á það að einstaklingar með þung geðræn vandamál virðast lenda á milli skips og bryggju.“ 19.12.2012 06:15
Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. 19.12.2012 06:00
Vodafone hækkaði á fyrsta degi Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna. 19.12.2012 06:00
Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19.12.2012 06:00
Veikindi vekja óvissu um framtíð Íraks Jalal Talabani, forseti Íraks, liggur á sjúkrahúsi í Bagdad eftir að hafa fengið heilablóðfall. Þar með er komin upp töluverð óvissa um framtíð landsins, nú þegar ár er liðið frá því bandaríski herinn fór heim. 19.12.2012 00:30
Reglur víða verið hertar Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. 19.12.2012 00:00
Rannsakar börn sem telja sig hafa lifað áður Erlendur Haraldsson prófessor hefur rannsakað hátt í 100 börn sem telja sig hafa lifað áður, en hann gaf nýverið út ævisögu sína "Á vit hins ókunna" þar sem greint er frá ótrúlegum sögum sumra þessara barna sem lýsa fyrri lífum í smáatriðum. Lífum einstaklinga sem reyndust hafa verið til áður en börnin fæddust. 18.12.2012 21:30
Óeirðir vegna ásakana um lauslæti í Gautaborg Hundruð unglinga veittu unglingsstúlku eftirför í Gautaborg í morgun og lömdu, eftir að hún var sökuð um að hafa birt nöfn og myndir af fjölda stúlkna úr grunnskóla, þar sem þær voru sagðar lauslátar. Lögreglan handtók hátt í 30 ungmenni vegna málsins en þeir yngstu sem tóku þátt í óeirðunum voru 13 ára gamlir. Atvikið átti sér stað skammt frá skólanum sem krakkarnir stunda. 18.12.2012 21:17
Íslendingar berjast við Kólerufarald í Síerra Leone Tveir íslenskir starfsmenn Rauða krossins leiða hjálparstarf vegna mesta kólerufaraldurs sem upp hefur komið í Afríku á þessu ári, en það er í Síerra Leone. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita fjórtán milljónum króna til neyðarhjálpar í landinu vegna ástandsins. 18.12.2012 21:00
Rekin fyrir að setja of mikið af súkkulaðispæni á hristinginn McDonald´s í Wales í Bretlandi hefur samið við starfsmann, átján ára stúlku, um bætur upp á 3000 pund, eða rúmlega 600 þúsund krónur, fyrir að hafa rekið hana. 18.12.2012 20:49
Brotist inn á Akureyri eftir að fólk fer til vinnu Lögreglan á Akureyri vill vekja athygli á að nú í dag hefur verið tilkynnt um tvö innbrot í heimahús í bænum og eiga þau það sameiginlegt að hafa átt sér stað eftir að heimilisfólk fór til vinnu í morgun. 18.12.2012 19:35
Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. 18.12.2012 19:29
Eldur í Kópavogi Eldur kom upp í húsnæði í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld. Húsið er við Víghólastíg. Slökkviliðið er á svæðinu en fréttastofa mun greina nánar frá málinu þegar upplýsingar berast. 18.12.2012 19:18
Jens sagður beita konur ofbeldi með kerfisbundnum hætti Mál manns, sem grunaður er um að hafa misþyrmt 18 ára stúlku hrottalega fyrir nokkrum dögum, er einstakt að sögn saksóknara hjá lögreglunni. Ekki sé sé vitað um jafn kerfisbundið ofbeldi gegn jafn mörgum konum og birtist í hans málsgögnum. 18.12.2012 19:01
Dómur kveðinn upp í máli Annþórs og Barkar á fimmtudaginn Dómsuppsaga fer fram í máli Annþórs Kristjánssonar, Barkar Birgissonar og átta annarra sakborninga, næstkomandi fimmtudag, vegna ákæra um tvær hrottalegar líkamsárásir sem áttu sér stað fyrir um ári síðan. 18.12.2012 17:15
Gistináttaskattur hækki ekki fyrr en eftir sumarið Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði í dag fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem felur í sér að frestað verður gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á útleigu hótel- og gistiherbergja úr 7% í 14% þannig að hún taki ekki gildi fyrr en 1. september 2013. Í tillögunni segir að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti lækki um 575 milljónir króna frá því sem áætlað var. Breytingatillagan er lögð fram til að koma til móts við athugasemdir hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni sem hafa margir hverjir nú þegar samið um verð á leigu herbergja fyrir næsta sumar. 18.12.2012 16:10
Jólaveðurspáin óljós Veðurspáin fyrir Aðfangadag og Þorláksmessu er frekar óljós, að sögn Helgu Ívarsdóttur veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. "Eins og þetta lítur út núna er frekar leiðinleg stíf norðaustan átt með vætu, en þetta mun skýrast ennfrekar á næstu dögum,“ segir hún. 18.12.2012 16:09
Kennarar ættu að bera skotvopn í kennslustofum Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, varar við því að yfirvöld í Bandaríkjunum grípi til róttækra breytinga á vopnalöggjöf landsins í kjölfar fjöldamorðsins í Newtown síðastliðinn föstudag. 18.12.2012 16:05
Brot úr krukku barst í rauðkálið Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina ákveðna framleiðslulotu af HEIMA Rauðkáli í 1010g umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er að staðfest er eitt atvik þar sem kvarnast hafði upp úr skrúfgangi krukku og brot borist í vöruna, sem þannig skapaði hættu fyrir neytanda hennar. 18.12.2012 16:02
Homeland snýr aftur Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime mun hefja tökur á þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna Homeland á vormánuðum næsta árs. Homeland er einn vinsælasta sjónvarpsþáttur veraldar um þessar mundir. 18.12.2012 15:29
Sex þúsund málsskjöl i Aurum málinu Málsskjölin í Aurum málinu eru um sex þúsund blaðsíður, samkvæmt heimildum Vísis. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum snýst málið um ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem var aðaleigandi bankans, og tveimur starfsmönnum hans. Þeim er gefið að sök umboðssvik með því að sex milljarða króna lán hafi verið veitt úr Glitni, án nægra trygginga. Ákæran var gefin út á fimmtudagskvöld. 18.12.2012 15:26
"Ég læt mig ekki dreyma um að það sé nokkur tilviljun í þessu máli" Árni Páll Árnason varaformaður utanríkismálanefndar segir tillögu fjögurra stjórnarandstæðinga og eins stjórnarþingmanns, um að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, séu krampakennd viðbrögð afla í þjóðfélaginu sem megi ekki til þess hugsa að þjóðin fái að taka frjálsa ákvörðun í málinu í ljósi staðreynda. Hann segir tillöguna hins vegar engu breyta í stöðunni. 18.12.2012 15:08
Rafbílasambandið stofnað í Kringlunni Rafbílasamband Íslands, sem er samband eigenda og söluaðila rafbíla, var stofnað í dag. Um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi og mættu 8 rafbílaeigendur í Kringluna til að taka þátt í stofnun félagsins. Íslandsmet var slegið í leiðinni, því aldrei hafa jafn margir rafbílar verið samankomnir á einum stað á Íslandi áður. 18.12.2012 15:04
Heilbrigðisstarfsmenn myrtir í Pakistan Fimm konur voru skotnar til bana í borginni Karachi í Pakistan í dag. Konunar voru allar heilbrigðisstarfsmenn og unnu að því að bólusetja börn gegn mænusótt. 18.12.2012 14:48
Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, fanginn sem strauk af Litla-Hrauni í gær, var enn ófundinn þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kannaði málið á þriðja tímanum í dag. Matthías strauk, sem kunnugt er, úr fangelsinu um eittleytið í gær. Lögreglan á Selfossi hefur verið með málið til rannsóknar frá klukkan þrjú í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun taka málið yfir í dag. 18.12.2012 14:47
Eitt þúsund gleraugu hafa safnast Hátt í eitt þúsund gleraugu hafa borist í söfnun á vegum Prooptik í Kringlunni í dag. Gleraugun öðlast framhaldslíf hjá viðtakendum í Suður-Ameríku en þau munu renna til hjálparsamtakanna Vision for all. 18.12.2012 14:21