Fleiri fréttir

Gíslataka í Bandaríkjunum

Jakkafataklæddur karlmaður hefur tekið eina manneskju í gíslingu í skrifstofuhúsnæði í Pittsburg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttastofunni Sky News er maðurinn staddur á sextándu hæð, vopnaður byssu. Engum skotum hefur verið hleypt af.

Klippt af átta bílum

Lögreglan á Suðurnesjum klippti í vikunni númer af átta bifreiðum, sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á réttum tíma, voru ótryggðar eða hvoru tveggja.

Flugfarþegi fór úr mjaðmarlið

Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrradag tilkynnt um að flugvél frá British Airways þyrfti að lenda á Keflavíkurflugvelli þar sem veikur farþegi væri um borð í henni.

Talsverð jarðskjálftavirkni á Norðurlandi

Talsverð jarðskjálftavirkni syðst í Eyjafjarðarál úti fyrir Norðurlandi hefur staðið yfir með hléum frá 14. september samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands.

Skattrannsóknarstjóri má merkja umslögin sín

Skattrannsóknarstjóra er heimilt að senda umslög merktum embættinu til þeirra sem eiga að fá slík bréf í hendur. En einstaklingur kvartaði til Persónuverndar þar sem hann taldi slíkar merkingar brjóta á sér sem og öðrum sem kunna að sæta rannsókn hjá embættinu.

Bannað að safna upplýsingum um þjófótt ungmenni

Persónuvernd hefur svarað erindi Árborgar um viðbragðsáætlun vegna brota barna og ungmenna. Í áætluninni var gert ráð fyrir að búðir í sveitarfélaginu myndu skrá nöfn og kennitölur barna og ungmenna sem talin væru hnupla úr búðum, og um viðbrögð þeirra og framkomu.

Tveggja tonna rör féll á mann

Hitaveiturör féll á mann í fyrradag með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Slysið varð í Svartsengi þar sem verið var að hífa rörið á vagn með hjólaskóflu.

Halldór að hætta

Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, er sagður hætta störfum fyrir nefndina á næstu mánuðum samkvæmt fréttasíðunni Smugunni. Tilkynnt verður um eftirmann hans á blaðamannafundi í Osló í dag, en eftirmaður hans á að hefja störf í mars á næsta ári.

Heildsalar taka valfrelsi af neytendum

Formaður Neytendasamtakanna segir innflytjendur vera að taka valfrelsi af neytendum með því að merkja ekki að vara sé með erfðabreyttum efnum eins og reglugerð kveður á um. Hann vonast til þess að eftirlitsaðilar fari að skoða merkingarnar markvisst.

Bíl stolið frá Tungnahálsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Volkswagen sendibifreið með skráningarnúmerið TT-B96. Bifreiðinni var stolið frá Tunguhálsi í nótt. Á facebooksíðu sinni biður lögreglan þá sem hafa orðið varir við bifreiðina að tilkynna það í 112.

Systkinin frá Kjóastöðum í Biskupstungum 966 ára gömul

Systkinin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum, sem eru öll lifandi er nú samtals 966 ára gömul og verða um áramótin 974 ára. 17. september 2014 þegar eitt systkinið, Sigþrúður verður 46 ára verða systkinin 1000 ára ef Guð lofar. Foreldrar þeirra hétu Sigríður Gústafsdóttir og Jónas Ólafsson.

Guðlaugur Friðþórsson hættur í bæjarstjórn

Guðlaugur Friðþórsson er hættur í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Páll Scheving Ingvarsson, oddviti Vestmannaeyjalistans, las erindi frá honum þessa efnis á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. Guðlaugur hefur setið í bæjarstjórn sem bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir kemur inn í bæjarstjórn í hans stað og Kristín Jóhannsdóttir sem varamaður. Í fundargerð Vestmannaeyjabæjar kemur fram að bæjarstjórn hafi þakkað Guðlaugi vel unnin störf í bæjarstjórn og gott samstarf á liðnum árum. Guðlaugur hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna myndarinnar Djúpsins sem er frumsýnd í dag. Myndin fjallar um sjóslys sem varð árið 1984, en Guðlaugur komst einn lífs af úr slysinu.

Allir eldri en 60 ára láti bólusetja sig

Sóttvarnarlæknir mælist til þess að allir einstaklingar 60 ára og eldri láti bólusetja sig gegn inflúensu. Þetta kemur fram í skrifum hans á vefsíðu Landlæknis.

Aðstandendum fannst gott að sjá Djúpið

"Ég held að við höfum öll verið sammála um að þetta hafi ekki verið eins erfitt og við héldum,“ segir Aðalbjörn Þorgeir Valsson, sonur Vals Smára Geirssonar, sem var einn skipverjanna sem fórst með Hellisey við Vestmannaeyjar árið 1984.

Sparkaði í liggjandi mann

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður játaði fyrr í vikunni að hafa ráðist á mann þann 1. október í fyrra á Lækjargötu framan við Íslandsbanka, tekið manninn hálstaki og dregið hann þannig aftur á bak niður á gangstéttina og því næst sparkað með vinstri fæti af miklu afli í andlit mannsins þar sem hann lá á gangstéttinni. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikið mar á andliti, brotin andlitsbein. Brot mannsins teljast vera sérstaklega hættuleg líkamsárás.

Fannst í húsgarði 150 metrum frá heimili sínu

Maður á tíræðisaldri fannst eftir um tveggja og hálfs tíma leit á Húsavík í morgun en hans var saknað eftir að hann fór frá dvalarheimili aldraðra í bænum klukkan sex í morgun.

Ráðherra dregur upp kolranga mynd af stöðu lækna

Sú mynd sem ráðherra dregur upp af launum og stöðu lækna á Íslandi er kolröng. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi almennra lækna í kjölfar viðtals við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra í Kastljósi þann 20. september síðastliðinn.

Kínverjar vilja kaupa vopn

Wen Jibao, forsætisráðherra Kína, óskar eftir því að Evrópusambandið aflétti vopnasölubanni til Kína. Hann lagði nokkra áherslu á þetta á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel í gær.

Æfðu sjóslys við Grænland

Mikil ánægja var með þátttöku og framlag Íslendinga á fjölþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni SAREX Greenland Sea 2012, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Æfingin fór fram norðaustarlega á Grænlandshafi.

Segir ryðrauðu möstrin örugg

„Þetta er bara útlitslegt,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, um miklar ryðmyndanir á háspennumöstrum á Hellisheiði. Engin ástæða sé að óttast að styrkur mastranna sé ekki nægur.

Nefnd kannar efnahagslega þýðingu hvalveiða á Íslandi

Nefnd tveggja ráðuneyta kannar efnahagslega þýðingu hvalveiða og áhrif á ímynd landsins. Skoðar einnig hvort koma eigi á fót griðasvæði fyrir hvali. 80 prósent ferðamanna eru andvíg hvalveiðum Íslendinga.

Ráðherra vill leysa laumufarþegafaraldur

Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að siglingaverndarráð komi saman til að fara heildstætt yfir mál sem tengjast ítrekuðum tilraunum erlendra manna til að brjótast inn á hafnarsvæði Eimskips og um borð í skip þess.

Sótt að forsætisráðherra Japans úr eigin flokki

Yoshihiko Noda forsætisráðherra Japans glímir við uppreisn í eigin flokki en alls hafa þrír fyrrverandi ráðherrar lýst yfir framboði gegn honum í embætti flokksformanns Lýðræðisflokksins á komandi flokksþingi.

Gæti misst leyfi fyrir hótelinu

Frárennsli á skolpi frá hótelinu á Eiðum er í svo miklum lamasessi að Heilbrigðiseftirlit Austurlands segir ekki forsendur fyrir því að gefa leyfi fyrir áframhaldandi rekstri þar.

Obama heldur forskoti sínu á Romney

Barack Obama Bandaríkjaforseti heldur fimm prósentustiga forskoti sínu á Mitt Romney meðal skráðra kjósenda í baráttu þeirra um forsetaembættið.

Erfðabreyttur maís sagður drepa rottur

Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni.

Formannsskipti hjá Outlaws

Nýr maður fer nú fyrir vélhjólasamtökunum Outlaws á Íslandi. Hann heitir Víðir Þorgeirsson, 46 ára Reykvíkingur, kallaður Víðir tarfur.

Enn særa menn og drepa fálka

Náttúrustofu Vesturlands barst á dögunum fálki sem fannst í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Hann drapst í búri sínu eftir umönnun í nokkurn tíma og í ljós kom að á hann hafði verið skotið úr haglabyssu og drapst hann af sárum sínum.

Ekki einu sinni kominn hálfleikur

Dagbjört Bjarnadóttir er oddviti Skútustaðahrepps, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi. Hún segir samhug hafa einkennt andann í sveitinni síðustu daga og undirstrikar mikilvægi sjálfboðaliðastarfs, vina og fjölskyldna. Sárindi og þreyta séu þó mikil og er

Bílgreinin slegin aftur niður á botn

Stjórn Bílgreinasambandsins hvetur stjórnvöld eindregið til að draga til baka fyrirhugað afnám undanþágu frá vörugjöldum sem bílaleigur hafa notið við kaup á nýjum bílum.

Brynjar situr enn í fangelsi

Brynjar Mettinisson situr enn í fangelsi í Bangkok í Taílandi, þrátt fyrir að hafa verið sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot fyrir rúmum sjö vikum. Dómnum var ekki áfrýjað.

Á 100 milljón heimilum

„Þetta er algjörlega frábært,“ segir Guðmundur Magnason hjá Latabæ. Þátturinn er kominn inn á nánast hvert einasta heimili í Bandaríkjunum, rúmlega hundrað milljón heimila, í gegnum sjónvarpsrisann NBC.

Aðsókn í leikhús er svipuð og fyrir hrun

Alls voru settar upp 264 leiksýningar á landinu á síðasta leikári. Gestir voru um 417 þúsund, sem er svipað og leikárið þar á undan. Áhugaleikfélög settu upp 572 sýningar á síðasta leikári. Aðstaða þeirra hefur versnað í höfuðborginni.

Refsiaðgerðir farnar að bíta

Mikil sprenging varð á bensínstöð í borginni Ain Issa í norðanverðu Sýrlandi í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið og tugir særðra manna voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús.

Málað yfir krot í skjóli myrkurs

Hópur borgarstarfsmanna í Kaíró hófst handa í skjóli myrkurs við að mála yfir sögufrægt veggjakrot, sem einkenndi mótmælin á Tahrir-torgi í byrjun síðasta árs.

Bæta verði kjör og vinnuumhverfi

Nauðsynlegt er að bæta kjör og vinnuumhverfi á Landspítalanum. Þetta kom fram á fundi Læknafélags Reykjavíkur og Félagi almennra lækna í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir