Innlent

Bannað að safna upplýsingum um þjófótt ungmenni

Persónuvernd hefur svarað erindi Árborgar um viðbragðsáætlun vegna brota barna og ungmenna. Í áætluninni var gert ráð fyrir að búðir í sveitarfélaginu myndu skrá nöfn og kennitölur barna og ungmenna sem talin væru hnupla úr búðum, og um viðbrögð þeirra og framkomu.

Persónuvernd taldi ekki vera heimilt að búðir gerðu skrár um þessi börn. Hins vegar gæti þeim verið lögskylt að senda tilkynningar til barnaverndarnefndar.

Persónuvernd vísar til erindis Árborgar, dagsett 28. febrúar 2012, um viðbragðsáætlun vegna brota barna og ungmenna. Í erindinu var gert ráð fyrir að búðir myndu skrá nöfn og kennitölur barna og ungmenna sem talin eru hnupla úr búðum - svo og upplýsingar um viðbrögð þeirra og framkomu. Eftir atvikum á að hafa samband við forráðamenn, barnavernd eða kæra barnið til lögreglu.

Þessi upplýsingasöfnun er óheimil en viðkomandi er líklega lögskylta ð tilkynna málið til Barnaverndar, verði barnið uppvíst af þjófnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×