Erlent

Vilja ekki útlenskar búðir

Stjórnin ætlar í engu að sinna kröfunum.
Stjórnin ætlar í engu að sinna kröfunum. nordicphotos/AFP
Indverjar efndu til allsherjarverkfalls í gær til að mótmæla tveimur ákvörðunum stjórnvalda.

Önnur er sú að heimila erlendum verslunarkeðjum að opna útibú á Indlandi, en hin er sú að eldsneytisstyrkir verði lækkaðir.

Mótmælendum tókst að stöðva lestarsamgöngur víða um land og mörgum verslunum og skólum var lokað. Stjórnin ætlar þó að halda ótrauð áfram áformum sínum og segist hafa til þess nægan stuðning.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×