Erlent

Gíslataka í Bandaríkjunum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Jakkafataklæddur karlmaður hefur tekið eina manneskju í gíslingu í skrifstofuhúsnæði í Pittsburg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttastofunni Sky News er maðurinn staddur á sextándu hæð, vopnaður byssu. Engum skotum hefur verið hleypt af.

Maðurinn á að hafa beðið um sérstakan starfsmann en skrifstofan hýsir fyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að reka starfsmannasjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×