Erlent

Stokkað upp í norsku ríkisstjórninni í dag

Flestir fjölmiðlar í Noregi greina frá því í dag að Jens Stoltenberg forsætisráðherra landsins muni gera verulegar breytingar á ráðherraliði sínu.

Helsta breytingin verði að Jonas Gahr Störe hverfi úr embætti utanríkisráðherra og taki við heilbrigðismálaráðuneytinu. Líklegt þykir að Espen Barth-Eide taki við utanríkisráðuneytinu en hann hefur áður gengt stöðu ráðuneytisstjóra þar, að því er segir í Verdens Gang.

Norska ríkisútvarpið segir að einnig verði skipt um ráðherra í atvinnumála- og menningarmálaráðuneytunum. Hinsvegar munu fjármálaráðherrann, iðnaðarráðherrann, dómsmálaráðherran og sjávarútvegsráðherrann halda stöðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×