Innlent

Halldór að hætta

Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, er sagður hætta störfum fyrir nefndina á næstu mánuðum samkvæmt fréttasíðunni Smugunni. Tilkynnt verður um eftirmann hans á blaðamannafundi í Osló í dag, en eftirmaður hans á að hefja störf í mars á næsta ári.

Halldór var gerður að framkvæmdastjóra ráðherranefndarinnar í janúar 2007, en hann lét af embætti forsætisráðherra sumarið áður og hætti sem formaður Framsóknarflokksins um haustið. Skipað er í embættið til fjögurra ára. Þáverandi stjórnvöld beittu sér fyrir því að Halldór fengi embættið.

Þegar skipunartími hans rann út, sótti Halldór um að gegna starfinu í tvö ár til viðbótar. Sú ráðstöfun var harðlega gagnrýnd, enda hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis komið út í millitíðinni, þar sem mál úr hans stjórnartíð og Davíðs Oddssonar voru gagnrýnd, meðal annars hvað varðar pólitísk afskipti af einkavæðingu bankanna.

Ekki náðist í Halldór við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×