Innlent

Allir eldri en 60 ára láti bólusetja sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóttvarnarlæknir mælist til þess að allir einstaklingar 60 ára og eldri láti bólusetja sig gegn inflúensu. Þetta kemur fram í skrifum hans á vefsíðu Landlæknis.

Að auki segir hann að öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum ættu að láta bólusetja sig, sem og heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan. Þá eiga þungaðar konur líka að láta bólusetja sig.

Sóttvarnarlæknir segir að besta verndin gegn inflúensu sé bólusetning en verndin er mismunandi á milli ára og getur verið allt að 60-70%. Jafnvel þótt bólusetning verndi ekki fullkomlega getur hún í mörgum tilfellum komið í veg fyrir alvarlega sýkingu. Rétt er einnig að minna á að til eru lyf sem hægt er að nota ef þau eru tekin innan við tveggja sólarhringa frá upphafi einkenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×