Innlent

Skattrannsóknarstjóri má merkja umslögin sín

Skattrannsóknarstjóra er heimilt að senda umslög merktum embættinu til þeirra sem eiga að fá slík bréf í hendur. En einstaklingur kvartaði til Persónuverndar þar sem hann taldi slíkar merkingar brjóta á sér sem og öðrum sem kunna að sæta rannsókn hjá embættinu.

skattrannsóknarstjóri hefði notað merkt umslög við útsendingu bréfa sinna. Persónuvernd taldi ekki sýnt að í umræddu tilviki hefði persónuupplýsingum verið miðlað til óviðkomandi og var málið fellt niður.

„þar sem að starfsemin er þess eðlis að það sé nógu íþyngjandi að sæta rannsókn þó ekki sé verið að auglýsa það rækilega með merktum gögnum og þar með hugsanlega brjóta þagnarskyldu embættisins. Þetta er ennþá verra að vera fyrir þegar svo kemur í ljós að rannsóknin var tilhæfulaus," segir maðurinn í erindi sínu.

Í svari skattrannsóknarstjóra til Persónuverndar segir síðan: „Tilgangurinn með auðkenningu umslaganna er að auðvelda endursendingu þeirra, ef þeim er ekki veitt móttaka á ætluðum móttökustað. Til að tryggja enn frekar að móttakandi fái umslagið með bréfi eða skýrslu í, getur umslag verið sent með ábyrgðarbréfi, þó að það sé ekki skylt samkvæmt skattalögum og reglugerðum nema í undantekningartilvikum."

Persónuvernd komst svo að þeirri niðurstöðu, með hliðsjón af svari skattrannsóknarstjóra, að merkt umslag sé ekki brot á persónuvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×