Innlent

Foringjaefni úr kanadíska hernum í æfingarferð til Íslands

Eitt af foringjaefnunum í göngu á Íslandi.
Eitt af foringjaefnunum í göngu á Íslandi.
Það sem kom hópi af ungum foringjaefnum úr kandadíska hernum mest á óvart í æfingarferð á Íslandi nýlega var veðrið. Þeir vissu raunar aldrei hvaðan á sig stóð veðrið að sögn eins þeirra.

Fjallað er um ferð þeirra á vefsíðunni Canada.com og raunar fleiri fjölmiðlum þar í landi. Um var að ræða 17 foringjaefni úr kanadíska hernum eða Royal Canadian Army sem þóttu hafa skarað framúr í þjálfun sinni. Með Íslandsförinni áttu þeir að reyna sjálfir það sem þeir höfðu lært í fjallamennsku.

Vefsíðan ræðir við einn þeirra Riley McEachern að nafni sem segir að þeir hafi aldrei kynnst jafn fjölbreyttu veðurfari og hérlendis og það slæmu á þeim tíu dögum sem æfingaferðin stóð yfir um og uppúr síðustu mánaðarmótum. Þeir hafi upplifað allt frá súld, hellirigningu, roki, frosti og upp í snjókomu.

Riley segir að þótt ferðin hefði verið einhverskonar verðlaun þýddi ekki að foringjaefnin gætu slakað á. Þeir voru látnir þramma um öræfi Íslands þessa tíu daga upp og niður hæðir og hóla og yfir ár og fjöll. Og ætíð með 25 kílóa þungan bakpoka á hryggnum.

En Riley kvartar ekki. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og ólíkt öllu öðru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×