Innlent

Segir ryðrauðu möstrin örugg

Þessi nærri sextíu ára háspennumöstur þjóna enn hlutverki sínu en bíða þess að hverfa innan tíðar.
Þessi nærri sextíu ára háspennumöstur þjóna enn hlutverki sínu en bíða þess að hverfa innan tíðar. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er bara útlitslegt,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, um miklar ryðmyndanir á háspennumöstrum á Hellisheiði. Engin ástæða sé að óttast að styrkur mastranna sé ekki nægur.

Möstrin sem um ræðir voru reist árið 1953 og eru hluti Sogslínu frá Írafossvirkjun. Þórður segir að til hafi staðið í nokkur ár að rífa línuna niður. „Hún verður rifin strax og við förum af stað með svokallað suðvesturverkefni,“ segir Þórður. Aðspurður kveður hann ekkert staðfest liggja fyrir um aukna ryðmyndum í möstrum vegna brennisteinsgufu frá Hellisheiðarvirkjun. „Í sjálfu sér hefur brennisteinsmengun áhrif á útfellingar og það er fylgst með þessu. En það er það stuttur tími liðinn að það hefur ekkert sýnt sig enn þá sem við þurfum að hafa áhyggjur af.“

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×