Erlent

Málað yfir krot í skjóli myrkurs

Fáir hafa orðið til að mótmæla yfirmáluninni.
Fáir hafa orðið til að mótmæla yfirmáluninni. Fréttablaðið/AP
Hópur borgarstarfsmanna í Kaíró hófst handa í skjóli myrkurs við að mála yfir sögufrægt veggjakrot, sem einkenndi mótmælin á Tahrir-torgi í byrjun síðasta árs.

Veggjakrotið náði yfir þrjár húsalengjur út frá Tahrir-torgi og hefur verið nánast eins og safn um byltinguna, sem steypti stjórn Hosni Mubarak af stóli.

Engu að síður var það ekki fjölmennur hópur sem mætti til að mótmæla eyðingarstarfi borgarstarfsmannanna. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×