Innlent

Íslendingar handteknir í Danmörku vegna fíkniefnamáls

Lögreglumenn að störfum í Danmörku. Myndin tengist frétt ekki beint.
Lögreglumenn að störfum í Danmörku. Myndin tengist frétt ekki beint. mynd úr safni
Íslendingar eru í haldi lögreglu í Danmörku vegna rannsóknar á fíkniefnamáli, að því er fram kemur á fréttavef DV. Málið er sagt teygja anga sína víðsvegar um Evrópu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann eftir hádegi í dag. „Ég vísa bara á lögregluyfirvöld í Danmörku," sagði Friðrik Smári við blaðamann.

Samkvæmt DV eru sjö til átta Íslendingar í haldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×