Erlent

Útför Sigrid fór fram í morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útför hinnar sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne var gerð frá Oppsal kirkju í Osló í dag. Það var Sturla J. Stålsett sem sá um athöfnina. Þegar norska blaðið Aftenposten talaði við Stålsett sagðist hann búast við því að útförin yrði falleg með ljúfri tónlist og allir myndu minnast þess hvaða þýðingu Sigríd hefði haft fyrir líf fjölskyldu sinnar og vina. Sigrid Schjetne hvarf frá heimili sínu í byrjun ágústmánaðar. Um það bil mánuði seinna fannst lík hennar. Tveir karlmenn eru grunaðir um að hafa orðið henni að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×