Fleiri fréttir Hóta árásum á Bandaríkin Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. 19.9.2012 03:00 Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi. 19.9.2012 03:00 Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf 27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði. 19.9.2012 02:00 Ein stórkostlegasta sjálfsmynd allra tíma Japanski geimfarinn Aki Hoshide náði einni mögnuðustu sjálfsmynd allra tíma um helgina. Myndin var tekin í rúmlega 85 kílómetra hæð yfir jörðu og á mörg þúsund kílómetra hraða. 18.9.2012 23:07 Hundur skaut mann Aflima þurfti franskan veiðimann eftir að hann varð fyrir voðaskoti á dögunum. Hundur mannsins er sökudólgurinn — hann er samt sem áður ósköp indæll að sögn veiðimannsins. 18.9.2012 22:35 Fengu leg úr mæðrum sínum Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. Líffæragjafarnir voru mæður kvennanna og gætu þær því átt möguleika á að ganga með börn í sama legi og gengið var með þær í. 18.9.2012 22:12 Hafa þurft að keyra framhjá slysum vegna manneklu Lögreglumenn á Selfossi eru að bugast undan vinnuálagi því lögreglumönnunum fækkar stöðugt á vöktum, eru oft bara þrír en eiga á sama tíma að sinna fimmtán þúsund íbúum í Árnessýslu og ferðamönnum á svæðinu. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn þurfi stundum að keyra fram hjá slysum til að sinn öðrum brýnni verkefnum. 18.9.2012 21:21 Eina vegagerðin næstu tvö ár Lægsta boð í lagningu nýs Álftanesvegar reyndist tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Þetta er stærsta verk sem boðið hefur verið út í vegagerð á Reykjavíkursvæðinu í fjögur ár og eina stóra verkið sem þar verður unnið næstu tvö árin. Verkið var áður boðið út árið 2008 en þá slegið af vegna hrunsins. 18.9.2012 20:30 Ók upp á torg og reif kjaft við lögreglu Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega tvítugan karlmann sem ók undir áhrifum fíkniefna og endaði aksturinn uppi á Reykjavíkurtogi á Hafnargötu. 18.9.2012 20:24 Bakpoki titraði á Keflavíkurflugvelli Starfsmenn öryggisgæslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu um helgina varir við bakpoka sem titraði á flughlaði við flugstöðina. Þeir höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum og tilkynntu henni um málið. 18.9.2012 19:59 Orðið "svín" rispað á bíl Bifreið sem stóð á plani við verkstæði í Reykjanesbæ varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í gær. Skorið hafði verið á hægra afturdekk og vinstra framdekk. 18.9.2012 19:42 Íslenskir bændur ekki jafn tækjaóðir og Economist heldur fram Íslenskir bændur eru tækjaóðustu bændur veraldar ef marka má hagfræðitímaritið The Economist. Þar er fullyrt að hvergi í heiminum séu jafn margir traktorar miðað við ræktarland. Bændasamtökin segja útreikninginn galinn. 18.9.2012 19:33 Kvíðir því að sjá Djúpið Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin Djúpið vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag. 18.9.2012 18:45 Saka minnihlutann um ómálefnalegan málflutning Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar segja að tillaga Sjálfstæðisflokksins um útsvarslækkun sé algjörlega ófjármögnuð. Tillagan sé lögð fram af því að borgarreksturinn gangi svo vel. Sjálfstæðismenn hafi aftur á móti sent frá sér tilkynningu í síðustu viku um að aðgerða væri þörf því borgarreksturinn væri á hverfanda hveli. 18.9.2012 17:52 Tvítugur Outlaws-maður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um tvítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær þegar hún gerði húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Lagt var hald á fíkniefni, þýfi, skotvopn og sprengiefni, en það síðastnefnda fannst í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. 18.9.2012 17:21 Flestir ganga eða hjóla í skólann Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla hefur hjólað í skólann síðustu daga en nú stendur yfir átakið Göngum/hjólum í skólann í grunnskólum borgarinnar. Átakið hvetur börn og starfsfólk til aukinnar hreyfingar. 18.9.2012 17:02 Veistu hver er á myndinni? Maðurinn sem sést á meðfylgandi mynd, íklæddur í blárri yfirhöfn og dökkum buxum, í Herjólfsdal mánudaginn 6. ágúst síðastliðinn klukkan 05:35 er beðinn um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010. Aðrir þeir sem telja sig geta upplýst um hver þessi maður er eru líka beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu. Maður þessi er talinn búa yfir upplýsingum sem gagnast gætu við rannsókn máls. 18.9.2012 16:58 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Outlaws-manni Krafist er gæsluvarðhalds yfir karlmanni í tengslum við húsleitir sem gerðar voru í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Á báðum stöðum var hald lagt á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna veruleg magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en þar tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhaldskrafan er tekin fyrir. Fyrir utan bíða félagar mannsins og eins og sést á þessari mynd er að minnsta kosti annar þeirra merktur samtökunum. 18.9.2012 16:48 Nafn mannsins sem lést Karlmaðurinn sem lést eftir sprengingu í íbúð í Ofanleiti í Reykjavík hét Jón Hilmar Hálfdánarson. Hann var fæddur 1973. Sprengingin varð fyrir hádegi á sunnudag og var Jón Hilmar fluttur umsvifalaust á sjúkrahús. Hann lést eftir hádegi í gær. 18.9.2012 16:32 Taka kröfur stúdenta alvarlega Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynntu kröfur stúdenta í ríkisstjórn í morgun. Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan Alþingishúsið og afhenti ráðherrunum tveimurum 3000 póstkort frá nemendum í HÍ. 18.9.2012 16:27 30 daga fangelsi fyrir fíkniefnabrot Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft rúm 70 grömm af kannabisefnum og tæp 13 grömm af amfetamíni í vörslum sínum. Auk þess fannst eins meters löng sveðja í íbúð hans. 18.9.2012 15:52 Upplýsingavefur um þjóðaratkvæðagreiðslu Samtök um nýja stjórnarskrá hafa opnað vefsetið sans.is. Þar er að finna kynningarefni, fræðigreinar, viðtöl og fjölmiðlaumfjöllun fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur Stjórnlagaráðs þann 20. október næstkomandi. 18.9.2012 15:40 Ríkisstjórnin mun bæta tjón fjárbænda Ríkisstjórnin mun styðja fjárhagslega við bændur á Norðurlandi sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veðurfarsins á landssvæðinu í síðustu viku. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvegaráðherra, við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar, á þinginu í dag. 18.9.2012 14:44 Sprengjuviðvörun í Osló Þakið á óperhúsinu í Osló var rýmt eftir hádegi í dag eftir að tilkynning um grunsamlegan böggul á þakinu barst. „Aðstæður eru þannig að við teljum rétt að rannsaka þakið. Við erum með sprengjusveit á staðnum," segir Reidun Lilleås, hjá lögreglunni í Osló, við Dagbladet. Aftenposten greindi frá því að sprengjuleitarvélmenni hefði verið notað við aðgerðirnar. Síðar kom í ljós að í bögglinum var ekki neitt nema saklaust rusl. 18.9.2012 14:30 Veikindi í háloftunum Þrjár flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli á undanförnum dögum með veika farþega. Ein þeirra, sem var á leið frá Berlín til New York, lenti í gær með veika konu. Í fyrradag lenti önnur vél, á leið frá Abu Dabi til New York, vegna konu sem veikst hafði hastarlega um borð. Þriðja flugvélin kom frá Minneapolis á laugardag og um borð í henni var aldraður maður sem átti í öndunarerfiðleikum. Allir farþegarnir þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einn þaðan á Landspítalann. 18.9.2012 14:12 Kýldi lögreglumann á Café Kósý Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður á Fáskrúðsfirði var í morgun dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt lögregluþjón á Café Kósý á Reyðarfirði í júní. Hann reif svo í talstöð lögreglumannsins með þeim afleiðingum að talstöðin lenti í jörðinni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómnum. Hann hefur tvívegist gengist undir sáttir hjá lögreglustjóra vegna brota á umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. 18.9.2012 14:06 Erlend ríki horfa til Íslands Eiríkur Bergmann, stjórnlagaráðsmeðlimur, segir að erlend ríki sem stefna að endurskoðun stjórnarskráa sinna horfi gjarna til vinnu stjórnlagaráðs og fyrirkomulags endurskoðunarinnar hérlendis. Íslenska endurskoðunin þykir víða til fyrirmyndar, að sögn Eiríks. 18.9.2012 13:53 Ætla að leigja þyrlur fyrir Gæsluna í stað þess að kaupa Ríkistjórnin samþykkti í morgun tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að falla frá samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á nýrri björgunarþyrlu sem gerður var 30. nóvember 2007. Í sameiginlegri yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar innanríksráðherra og Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs, segir að þessi ákvörðun sé tekin vegna mikils aðhalds í ríkisútgjöldum. Kaup á nýjum björgunarþyrlum krefjist mikilla fjárfestinga sem ekki sé unnt að ábyrgjast á næstu árum. Þess í stað áformi íslensk stjórnvöld að bjóða út langtímaleigu á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að tryggja að hér verði þrjár björgunarþyrlur tiltækar. 18.9.2012 13:41 Erfðabreyttra hráefna ekki getið Ný íslensk rannsókn sýnir að talsvert er um að vörur sem seldar eru í verslunum landsins innihaldi erfðabreytt hráefni án þess að um það sé getið á vörumerkingum. Með þessu er vegið að valfrelsi neytenda en síðan í janúar á þessu ári hefur verið skylt að tilgreina um erfðabreytt hráefni á vörumerkingum hér á landi. 18.9.2012 13:35 Enn treystir enginn sér til að meta tjónið Atvinnuveganefnd fundaði í morgun um veðurhamfarirnar á Norðurlandi í síðustu viku. Enn treystir enginn sér til að meta tjónið sem varð af óveðrinu og ekki er von á neinum tölum fyrr en í fyrsta lagi í október. 18.9.2012 13:21 Grunaður um kynferðisbrot gegn pilti yngri en 15 ára Karlmaður á miðjum aldri frá Akureyri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á fimmtudaginn í síðustu viku vegna gruns um kynferðisbrot gegn pilti yngri en fimmtán ára gömlum. 18.9.2012 13:20 Ekki tekið ákvörðun um áfrýjun Maðurinn sem dæmdur var í átta ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verði áfrýjað. Áfrýjunarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. 18.9.2012 13:08 Um 200 hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Landspítalann Að minnsta kosti tvö hundruð hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Eiríksstaði á Landspítalanum klukkan níu í morgun til að sýna samninganefnd sinni stuðning. Samningafundi í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á spítalanum lauk nú rétt fyrir hádegi en stofnanasamningar þeirrra eru lausir og hafa verið það í rúmt ár. 18.9.2012 12:06 Telja umfang nýja Landspítalans óásættanlegt Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar mótmæla deiliskipulagstillögu að Nýjum Landspítala við Hringbraut og telja hana óásættanlega í núverandi mynd. Nýi Landspítalinn verður að nokkurs konar borgvirki í útjaðri miðborgarinnar að mati samtakanna. 18.9.2012 11:36 Hundrað ára hús verður hótel Til stendur að breyta hinu hundrað ára gamla húsi Félags bókagerðarmanna við Hverfisgötu 21 í hótel. RR Hótel ehf. hefur fest kaup á húsinu og hefjast framkvæmdir 1. október. Húsið nýtur verndar samkvæmt Húsverndarskrá Reykjavíkur en Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt umsókn um endurbæturnar. 18.9.2012 11:09 Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann síðla dags í gær þegar hún var að koma úr íþrottahúsinu í Kaplakrika og var að ganga yfir í Setbergshverfi. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar mætti stúlkan manni sem bar hendina fyrir augum sér, eins og maður gerir oft þegar sólin skín í augun. 18.9.2012 11:06 Sprengiefni haldlögð í húsleit - sjö handteknir Sjö voru handteknir þegar lögreglan framkvæmdi tvær húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í gær. Á báðum stöðum var lagt hald á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna verulagt magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en á hinum tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Hinir handteknu, sem flestir eru á þrítugsaldri, tengjast allir Outlaws. Að aðgerðunum stóðu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld. 18.9.2012 10:26 Þrjú hundruð tillögur um nýtt nafn á Ísland Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. 18.9.2012 10:23 Í gæsluvarðhald tveimur dögum eftir kæru Maðurinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni var úrskurðaður í gæsluvarðhald tveimur dögum eftir að stúlkan lagði fram kæru á hendur honum. Stúlkan fór sjálf á lögreglustöðina og kærði stjúpföður sinn. 18.9.2012 10:23 Næg verkefni að glíma við eftir krabbameinsmeðferð Afleiðingar af krabbameinsmeðferð fyrir börn og hvernig hægt er að takast á við slíkar afleiðingar, er umfjöllunarefni fundar sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur boðað til í kvöld. Sigrún Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins, verður aðalgestur fundarins og ætlar að ræða þessi mál við félagsmenn. Hún segir að verulegur árangur hafi náðst í meðferð á undanförnum árum. 18.9.2012 10:19 Aron og Emilía voru vinsælustu skírnarnöfnin í fyrra Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2011 en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Bæði nöfnin voru einnig vinsælust á árinu 2010. 18.9.2012 09:10 Romney stórskaðar framboð sitt með niðrandi ummælum Mitt Romney hefur stórskaðað framboð sitt til forseta Bandaríkjanna með því að fara háðuglegum og niðrandi orðum um kjósendur Barack Obama. 18.9.2012 06:48 Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm. 18.9.2012 06:42 Sjómenn geta kynt undir frekari deilum Tugir þúsunda Kínverja hafa undanfarna daga mótmælt harðlega kaupum japanskra stjórnvalda á eyjaklasa í Kínahafi. Bæði kínversk og japönsk stjórnvöld gera tilkall til eyjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hvetur til sátta. 18.9.2012 00:15 Vill opna erfiðu kaflana Meðan Kýpur er í formennsku í ráðherraráði ESB er ætlunin að opna tíu til ellefu samningskafla í aðildarviðræðum Íslands. Utanríkisráðherra landsins vill líka hefja vinnu við erfiðustu kaflana. 18.9.2012 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hóta árásum á Bandaríkin Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. 19.9.2012 03:00
Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi. 19.9.2012 03:00
Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf 27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði. 19.9.2012 02:00
Ein stórkostlegasta sjálfsmynd allra tíma Japanski geimfarinn Aki Hoshide náði einni mögnuðustu sjálfsmynd allra tíma um helgina. Myndin var tekin í rúmlega 85 kílómetra hæð yfir jörðu og á mörg þúsund kílómetra hraða. 18.9.2012 23:07
Hundur skaut mann Aflima þurfti franskan veiðimann eftir að hann varð fyrir voðaskoti á dögunum. Hundur mannsins er sökudólgurinn — hann er samt sem áður ósköp indæll að sögn veiðimannsins. 18.9.2012 22:35
Fengu leg úr mæðrum sínum Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. Líffæragjafarnir voru mæður kvennanna og gætu þær því átt möguleika á að ganga með börn í sama legi og gengið var með þær í. 18.9.2012 22:12
Hafa þurft að keyra framhjá slysum vegna manneklu Lögreglumenn á Selfossi eru að bugast undan vinnuálagi því lögreglumönnunum fækkar stöðugt á vöktum, eru oft bara þrír en eiga á sama tíma að sinna fimmtán þúsund íbúum í Árnessýslu og ferðamönnum á svæðinu. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn þurfi stundum að keyra fram hjá slysum til að sinn öðrum brýnni verkefnum. 18.9.2012 21:21
Eina vegagerðin næstu tvö ár Lægsta boð í lagningu nýs Álftanesvegar reyndist tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Þetta er stærsta verk sem boðið hefur verið út í vegagerð á Reykjavíkursvæðinu í fjögur ár og eina stóra verkið sem þar verður unnið næstu tvö árin. Verkið var áður boðið út árið 2008 en þá slegið af vegna hrunsins. 18.9.2012 20:30
Ók upp á torg og reif kjaft við lögreglu Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega tvítugan karlmann sem ók undir áhrifum fíkniefna og endaði aksturinn uppi á Reykjavíkurtogi á Hafnargötu. 18.9.2012 20:24
Bakpoki titraði á Keflavíkurflugvelli Starfsmenn öryggisgæslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu um helgina varir við bakpoka sem titraði á flughlaði við flugstöðina. Þeir höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum og tilkynntu henni um málið. 18.9.2012 19:59
Orðið "svín" rispað á bíl Bifreið sem stóð á plani við verkstæði í Reykjanesbæ varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í gær. Skorið hafði verið á hægra afturdekk og vinstra framdekk. 18.9.2012 19:42
Íslenskir bændur ekki jafn tækjaóðir og Economist heldur fram Íslenskir bændur eru tækjaóðustu bændur veraldar ef marka má hagfræðitímaritið The Economist. Þar er fullyrt að hvergi í heiminum séu jafn margir traktorar miðað við ræktarland. Bændasamtökin segja útreikninginn galinn. 18.9.2012 19:33
Kvíðir því að sjá Djúpið Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin Djúpið vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag. 18.9.2012 18:45
Saka minnihlutann um ómálefnalegan málflutning Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar segja að tillaga Sjálfstæðisflokksins um útsvarslækkun sé algjörlega ófjármögnuð. Tillagan sé lögð fram af því að borgarreksturinn gangi svo vel. Sjálfstæðismenn hafi aftur á móti sent frá sér tilkynningu í síðustu viku um að aðgerða væri þörf því borgarreksturinn væri á hverfanda hveli. 18.9.2012 17:52
Tvítugur Outlaws-maður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um tvítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær þegar hún gerði húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Lagt var hald á fíkniefni, þýfi, skotvopn og sprengiefni, en það síðastnefnda fannst í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. 18.9.2012 17:21
Flestir ganga eða hjóla í skólann Yfir 90% nemenda og starfsfólks í Fossvogsskóla hefur hjólað í skólann síðustu daga en nú stendur yfir átakið Göngum/hjólum í skólann í grunnskólum borgarinnar. Átakið hvetur börn og starfsfólk til aukinnar hreyfingar. 18.9.2012 17:02
Veistu hver er á myndinni? Maðurinn sem sést á meðfylgandi mynd, íklæddur í blárri yfirhöfn og dökkum buxum, í Herjólfsdal mánudaginn 6. ágúst síðastliðinn klukkan 05:35 er beðinn um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010. Aðrir þeir sem telja sig geta upplýst um hver þessi maður er eru líka beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu. Maður þessi er talinn búa yfir upplýsingum sem gagnast gætu við rannsókn máls. 18.9.2012 16:58
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Outlaws-manni Krafist er gæsluvarðhalds yfir karlmanni í tengslum við húsleitir sem gerðar voru í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Á báðum stöðum var hald lagt á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna veruleg magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en þar tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhaldskrafan er tekin fyrir. Fyrir utan bíða félagar mannsins og eins og sést á þessari mynd er að minnsta kosti annar þeirra merktur samtökunum. 18.9.2012 16:48
Nafn mannsins sem lést Karlmaðurinn sem lést eftir sprengingu í íbúð í Ofanleiti í Reykjavík hét Jón Hilmar Hálfdánarson. Hann var fæddur 1973. Sprengingin varð fyrir hádegi á sunnudag og var Jón Hilmar fluttur umsvifalaust á sjúkrahús. Hann lést eftir hádegi í gær. 18.9.2012 16:32
Taka kröfur stúdenta alvarlega Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynntu kröfur stúdenta í ríkisstjórn í morgun. Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan Alþingishúsið og afhenti ráðherrunum tveimurum 3000 póstkort frá nemendum í HÍ. 18.9.2012 16:27
30 daga fangelsi fyrir fíkniefnabrot Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft rúm 70 grömm af kannabisefnum og tæp 13 grömm af amfetamíni í vörslum sínum. Auk þess fannst eins meters löng sveðja í íbúð hans. 18.9.2012 15:52
Upplýsingavefur um þjóðaratkvæðagreiðslu Samtök um nýja stjórnarskrá hafa opnað vefsetið sans.is. Þar er að finna kynningarefni, fræðigreinar, viðtöl og fjölmiðlaumfjöllun fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur Stjórnlagaráðs þann 20. október næstkomandi. 18.9.2012 15:40
Ríkisstjórnin mun bæta tjón fjárbænda Ríkisstjórnin mun styðja fjárhagslega við bændur á Norðurlandi sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veðurfarsins á landssvæðinu í síðustu viku. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvegaráðherra, við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar, á þinginu í dag. 18.9.2012 14:44
Sprengjuviðvörun í Osló Þakið á óperhúsinu í Osló var rýmt eftir hádegi í dag eftir að tilkynning um grunsamlegan böggul á þakinu barst. „Aðstæður eru þannig að við teljum rétt að rannsaka þakið. Við erum með sprengjusveit á staðnum," segir Reidun Lilleås, hjá lögreglunni í Osló, við Dagbladet. Aftenposten greindi frá því að sprengjuleitarvélmenni hefði verið notað við aðgerðirnar. Síðar kom í ljós að í bögglinum var ekki neitt nema saklaust rusl. 18.9.2012 14:30
Veikindi í háloftunum Þrjár flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli á undanförnum dögum með veika farþega. Ein þeirra, sem var á leið frá Berlín til New York, lenti í gær með veika konu. Í fyrradag lenti önnur vél, á leið frá Abu Dabi til New York, vegna konu sem veikst hafði hastarlega um borð. Þriðja flugvélin kom frá Minneapolis á laugardag og um borð í henni var aldraður maður sem átti í öndunarerfiðleikum. Allir farþegarnir þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einn þaðan á Landspítalann. 18.9.2012 14:12
Kýldi lögreglumann á Café Kósý Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður á Fáskrúðsfirði var í morgun dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt lögregluþjón á Café Kósý á Reyðarfirði í júní. Hann reif svo í talstöð lögreglumannsins með þeim afleiðingum að talstöðin lenti í jörðinni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómnum. Hann hefur tvívegist gengist undir sáttir hjá lögreglustjóra vegna brota á umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. 18.9.2012 14:06
Erlend ríki horfa til Íslands Eiríkur Bergmann, stjórnlagaráðsmeðlimur, segir að erlend ríki sem stefna að endurskoðun stjórnarskráa sinna horfi gjarna til vinnu stjórnlagaráðs og fyrirkomulags endurskoðunarinnar hérlendis. Íslenska endurskoðunin þykir víða til fyrirmyndar, að sögn Eiríks. 18.9.2012 13:53
Ætla að leigja þyrlur fyrir Gæsluna í stað þess að kaupa Ríkistjórnin samþykkti í morgun tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að falla frá samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á nýrri björgunarþyrlu sem gerður var 30. nóvember 2007. Í sameiginlegri yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar innanríksráðherra og Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs, segir að þessi ákvörðun sé tekin vegna mikils aðhalds í ríkisútgjöldum. Kaup á nýjum björgunarþyrlum krefjist mikilla fjárfestinga sem ekki sé unnt að ábyrgjast á næstu árum. Þess í stað áformi íslensk stjórnvöld að bjóða út langtímaleigu á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að tryggja að hér verði þrjár björgunarþyrlur tiltækar. 18.9.2012 13:41
Erfðabreyttra hráefna ekki getið Ný íslensk rannsókn sýnir að talsvert er um að vörur sem seldar eru í verslunum landsins innihaldi erfðabreytt hráefni án þess að um það sé getið á vörumerkingum. Með þessu er vegið að valfrelsi neytenda en síðan í janúar á þessu ári hefur verið skylt að tilgreina um erfðabreytt hráefni á vörumerkingum hér á landi. 18.9.2012 13:35
Enn treystir enginn sér til að meta tjónið Atvinnuveganefnd fundaði í morgun um veðurhamfarirnar á Norðurlandi í síðustu viku. Enn treystir enginn sér til að meta tjónið sem varð af óveðrinu og ekki er von á neinum tölum fyrr en í fyrsta lagi í október. 18.9.2012 13:21
Grunaður um kynferðisbrot gegn pilti yngri en 15 ára Karlmaður á miðjum aldri frá Akureyri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á fimmtudaginn í síðustu viku vegna gruns um kynferðisbrot gegn pilti yngri en fimmtán ára gömlum. 18.9.2012 13:20
Ekki tekið ákvörðun um áfrýjun Maðurinn sem dæmdur var í átta ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verði áfrýjað. Áfrýjunarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. 18.9.2012 13:08
Um 200 hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Landspítalann Að minnsta kosti tvö hundruð hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Eiríksstaði á Landspítalanum klukkan níu í morgun til að sýna samninganefnd sinni stuðning. Samningafundi í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á spítalanum lauk nú rétt fyrir hádegi en stofnanasamningar þeirrra eru lausir og hafa verið það í rúmt ár. 18.9.2012 12:06
Telja umfang nýja Landspítalans óásættanlegt Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar mótmæla deiliskipulagstillögu að Nýjum Landspítala við Hringbraut og telja hana óásættanlega í núverandi mynd. Nýi Landspítalinn verður að nokkurs konar borgvirki í útjaðri miðborgarinnar að mati samtakanna. 18.9.2012 11:36
Hundrað ára hús verður hótel Til stendur að breyta hinu hundrað ára gamla húsi Félags bókagerðarmanna við Hverfisgötu 21 í hótel. RR Hótel ehf. hefur fest kaup á húsinu og hefjast framkvæmdir 1. október. Húsið nýtur verndar samkvæmt Húsverndarskrá Reykjavíkur en Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt umsókn um endurbæturnar. 18.9.2012 11:09
Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann síðla dags í gær þegar hún var að koma úr íþrottahúsinu í Kaplakrika og var að ganga yfir í Setbergshverfi. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar mætti stúlkan manni sem bar hendina fyrir augum sér, eins og maður gerir oft þegar sólin skín í augun. 18.9.2012 11:06
Sprengiefni haldlögð í húsleit - sjö handteknir Sjö voru handteknir þegar lögreglan framkvæmdi tvær húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í gær. Á báðum stöðum var lagt hald á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna verulagt magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en á hinum tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Hinir handteknu, sem flestir eru á þrítugsaldri, tengjast allir Outlaws. Að aðgerðunum stóðu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld. 18.9.2012 10:26
Þrjú hundruð tillögur um nýtt nafn á Ísland Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. 18.9.2012 10:23
Í gæsluvarðhald tveimur dögum eftir kæru Maðurinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni var úrskurðaður í gæsluvarðhald tveimur dögum eftir að stúlkan lagði fram kæru á hendur honum. Stúlkan fór sjálf á lögreglustöðina og kærði stjúpföður sinn. 18.9.2012 10:23
Næg verkefni að glíma við eftir krabbameinsmeðferð Afleiðingar af krabbameinsmeðferð fyrir börn og hvernig hægt er að takast á við slíkar afleiðingar, er umfjöllunarefni fundar sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur boðað til í kvöld. Sigrún Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins, verður aðalgestur fundarins og ætlar að ræða þessi mál við félagsmenn. Hún segir að verulegur árangur hafi náðst í meðferð á undanförnum árum. 18.9.2012 10:19
Aron og Emilía voru vinsælustu skírnarnöfnin í fyrra Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2011 en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Bæði nöfnin voru einnig vinsælust á árinu 2010. 18.9.2012 09:10
Romney stórskaðar framboð sitt með niðrandi ummælum Mitt Romney hefur stórskaðað framboð sitt til forseta Bandaríkjanna með því að fara háðuglegum og niðrandi orðum um kjósendur Barack Obama. 18.9.2012 06:48
Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm. 18.9.2012 06:42
Sjómenn geta kynt undir frekari deilum Tugir þúsunda Kínverja hafa undanfarna daga mótmælt harðlega kaupum japanskra stjórnvalda á eyjaklasa í Kínahafi. Bæði kínversk og japönsk stjórnvöld gera tilkall til eyjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hvetur til sátta. 18.9.2012 00:15
Vill opna erfiðu kaflana Meðan Kýpur er í formennsku í ráðherraráði ESB er ætlunin að opna tíu til ellefu samningskafla í aðildarviðræðum Íslands. Utanríkisráðherra landsins vill líka hefja vinnu við erfiðustu kaflana. 18.9.2012 07:00