Innlent

Skjálftahrina fyrir norðan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Græna stjarnan sýnir hvar skjálftahrinan var.
Græna stjarnan sýnir hvar skjálftahrinan var.
Jarðskjálftahrina varð við sunnanverðan Eyjafjarðarál snemma í morgun. Stærsti skjálftinn varð um þrjár mínítur í átta en hann var 4,3 að stærð. Einn skjálfti varð fimm mínútur í átta, en hann var 3,0 að stærð og þriðji var klukkan 8:28, en hann var 4 að stærð. Þessi skjálftar eru hluti af stærri hrinu sem hefur staðið yfir frá því um helgina, en ekki er talið að um sé að ræða fyrirboða um frekari jarðhræringar. Stærstu skjálftarnir í morgun fundust greinilega á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrir eftirskjálftar, sem allir eru minni en 3, hafa fundist í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.