Innlent

Leikstjóri Game of Thrones endurgerir Mýrina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Mýrinni.
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Mýrinni.
Leikstjóri Game of Thrones, Brian Kirk, mun leikstýra endurgerð á Mýrinni, sem Baltasar Kormákur gerði. Frá þessu er greint á vef Los Angeles Times. Eins og kunnugt er byggir myndin Mýrin á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, en um er að ræða eina af hans allra vinsælustu bókum. Aðalpersónur í Mýrinni eru Erlendur Sveinsson lögreglumaður, Sigurður Óli og Elínborg. Fram kemur í frétt Los Angeles Times að Baltasar Kormákur verður meðframleiðandi að myndinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×