Innlent

Gunnlaugur og frú íhuga að áfrýja til Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður.
Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður.
Hjónin Gunnlaugur M. Sigmundsson og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir telja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þeirra gegn Teiti Atlasyni sé rangur í veigamiklum atriðum. Eins og kunnugt er var Teitur sýknaður af bótakröfum vegna ummæla sem Teitur viðhafði á bloggi sínu. Kröfum um ógildingu ummæla var vísað frá.

Þau Gunnlaugur og Sigríður telja fullt tilefni til þess að íhuga áfrýjun, segir í yfirlýsingu sem lögmaður þeirra sendi fyrir þeirra hönd. Þar segir að dómurinn komi sér undan því að taka á þeirri grunnspurningu málsins hvort tilefnislaust netníð eins og það sem stefnendur hafi mátt þola af hálfu stefnda fái staðist lög.

„Frávísun aðalsakar stríðir gegn fyrri dómafordæmum Hæstaréttar í sambærilegum málum. Að auki fæst ekki staðist að sýkna í framhaldssök vegna atvika sem sannanlega áttu sér stað eftir að stefndi hafði sett umstefnd meiðandi ummæli á netið," segir í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun

Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri.

Ætlar að endurgreiða styrkina

"Ég er óskaplega þakklátur og finn fyrir miklum létti. Ég fékk stefnuna á afmælisdaginn minn 23. mars árið 2011 og síðan þá hefur þetta hangið yfir mér eins og þrumuský. En það er nú að stórum hluta farið í burtu," segir bloggarinn Teitur Atlason, sem var í dag sýknaður af meiðyrðakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans.

Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir

Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×