Innlent

Vilja greiða strætókortin í áföngum

BBI skrifar
Mynd/Hari
Hópur nemenda í Háskóla Íslands skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að aðstoða stúdenta við kaup á nemendakorti í strætó fyrir veturinn. Hópnum finnst verðið á kortunum helst til of hátt og leggur til að stúdentum verði gert kleift að skipta gjaldinu niður og greiða kortið í fjórum greiðslum.

Það er stjórn samtakanna Röskvu sem leggur þessa lausn til en flokkurinn bendir á að á hverju hausti þurfi stúdentar að standa straum af miklum kostnaði, t.d. við bókakaup. Strætókort fyrir nemendur hafa hækkað mikið síðan fyrir ári og kosta nú 38.500 krónur. Því kom upp sú hugmynd að skipta greiðslunni upp.

„Stjórn Röskvu er sannfærð um að ef borgarstjórn kæmi til móts við stúdenta með þessu hætti hjálpaði hún stúdentum mikið, auk þess sem skipting á greiðslunni myndi gera það að verkum að fleiri keyptu kort hjá Strætó bs," segir í tilkynningu Röskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×