Erlent

Fíkniefnasalinn Brjálaði Barrera handtekinn í Venesúela

Einn alræmdasti fíkniefnasali Kólombíu hefur verið handtekinn í Venesúela. Um er að ræða Daniel Barrera eða Brjálaða Berrera eins og hann er kallaður en hann hafði lengi verið efstur á lista lögreglunnar í Kólombíu yfir eftirlýsta glæpamenn.

Brjálaði Barrera var handtekinn í landamærabænum San Cristobal og naut lögreglan í Venesúela aðstoðar frá bæði bandarísku og bresku leyniþjónustunni við handtökuna.

Í Bandaríkjunum voru 5 milljónir dollara í boði fyrir handtöku hans eða sama upphæð og lögð var til höfuðs Osama bin Laden á sínum tíma. Stjórnvöld í Kólombíu höfðu svo bætt tæpum 3 milljónum dollara við þá upphæð.

Barrera hefur stundað umfangsmikið smygl á kókaíni til bæði Bandaríkjanna og Evrópu undanfarna áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×