Skynjarar og eftirlit besta vörnin gegn gasóhöppum 19. september 2012 07:00 Sala á gasskynjurum hefur aukist síðustu daga eftir sprengingu sem kostaði einn mann lífið í íbúðarblokk á sunnudag. Gassprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti hefur vakið almenning til umhugsunar um slysavarnir. Farsælast er talið að setja upp skynjara, vanda til verka við uppsetningu búnaðar og stunda reglulegt eftirlit.Hvernig má best koma í veg fyrir slys og tjón af völdum gasnotkunar? Margs konar öryggisbúnaður er í boði til að koma í veg fyrir óhöpp og skaða af völdum gasnotkunar á heimilum. Auk þess leggja sölufyrirtæki áherslu á að frágangur sé vandaður og vel sé fylgst með öllum búnaði í kringum gas. Sprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti í Reykjavík um helgina og kostaði mann lífið hefur vakið marga til umhugsunar. Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að þeir bjóði upp á tvenns konar lausnir í þessum málum og nokkur aukning hafi verið á sölu skynjara síðustu daga. „Í húsnæði þar sem er gaseldavél mælum við með að settur sé skynjari tengdur kerfinu okkar. Hann gerir stjórnstöð viðvart ef gasleki verður. Fyrir þá sem ekki eru tengdir kerfinu erum við með staka skynjara sem virka eins og reykskynjarar og láta vita með hljóðmerki ef vart verður við gasleka.“ Gasnotkun á heimilum hefur aukist verulega síðustu ár, meðal annars þar sem fleiri nota nú gaseldavélar. Frá miðjum tíunda áratugnum og fram til 2007 varð til dæmis áttatíu prósenta aukning á gasnotkun heimila, og Guðmundur K. Rafnsson, framkvæmdastjóri Ísaga, sem selur gas meðal annars til heimilisnota, segir að notkunin hafi enn farið vaxandi síðustu ár. Guðmundur segir Ísaga koma skýrum tilmælum til sinna viðskiptavina um meðferð á gasi og búnaði fyrir gasnotkun. „Við leggjum til dæmis áherslu á að kútar séu alltaf uppréttir, slöngur séu skoðaðar reglulega og skipt um þær á tveggja til þriggja ára fresti og þegar skipt er um hylki sé alltaf gerð lekaleit við samskeyti annaðhvort með sérstöku spreyi eða einfaldlega með sápuvatni.“ Guðmundur bætir því við að þeir mælist líka til þess að gaskútar við eldavélar séu geymdir utandyra og tengdir inn með eirlögnum, slöngur við endana séu ekki meira en metri að lengd og sérstaklega sé fylgst með slöngum sem sólarljós fellur á því þær skemmist fyrr. „Það er enginn skyldaður til neins, en við mælum með því að fólk komi upp skynjurum sem láta vita af gasleka.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Gassprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti hefur vakið almenning til umhugsunar um slysavarnir. Farsælast er talið að setja upp skynjara, vanda til verka við uppsetningu búnaðar og stunda reglulegt eftirlit.Hvernig má best koma í veg fyrir slys og tjón af völdum gasnotkunar? Margs konar öryggisbúnaður er í boði til að koma í veg fyrir óhöpp og skaða af völdum gasnotkunar á heimilum. Auk þess leggja sölufyrirtæki áherslu á að frágangur sé vandaður og vel sé fylgst með öllum búnaði í kringum gas. Sprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti í Reykjavík um helgina og kostaði mann lífið hefur vakið marga til umhugsunar. Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að þeir bjóði upp á tvenns konar lausnir í þessum málum og nokkur aukning hafi verið á sölu skynjara síðustu daga. „Í húsnæði þar sem er gaseldavél mælum við með að settur sé skynjari tengdur kerfinu okkar. Hann gerir stjórnstöð viðvart ef gasleki verður. Fyrir þá sem ekki eru tengdir kerfinu erum við með staka skynjara sem virka eins og reykskynjarar og láta vita með hljóðmerki ef vart verður við gasleka.“ Gasnotkun á heimilum hefur aukist verulega síðustu ár, meðal annars þar sem fleiri nota nú gaseldavélar. Frá miðjum tíunda áratugnum og fram til 2007 varð til dæmis áttatíu prósenta aukning á gasnotkun heimila, og Guðmundur K. Rafnsson, framkvæmdastjóri Ísaga, sem selur gas meðal annars til heimilisnota, segir að notkunin hafi enn farið vaxandi síðustu ár. Guðmundur segir Ísaga koma skýrum tilmælum til sinna viðskiptavina um meðferð á gasi og búnaði fyrir gasnotkun. „Við leggjum til dæmis áherslu á að kútar séu alltaf uppréttir, slöngur séu skoðaðar reglulega og skipt um þær á tveggja til þriggja ára fresti og þegar skipt er um hylki sé alltaf gerð lekaleit við samskeyti annaðhvort með sérstöku spreyi eða einfaldlega með sápuvatni.“ Guðmundur bætir því við að þeir mælist líka til þess að gaskútar við eldavélar séu geymdir utandyra og tengdir inn með eirlögnum, slöngur við endana séu ekki meira en metri að lengd og sérstaklega sé fylgst með slöngum sem sólarljós fellur á því þær skemmist fyrr. „Það er enginn skyldaður til neins, en við mælum með því að fólk komi upp skynjurum sem láta vita af gasleka.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira