Innlent

Ben Stiller auglýsir Vatnajökul

BBI skrifar
Mynd af Twitter síðu Ben Stiller.
Mynd af Twitter síðu Ben Stiller.
Tökur á stórmynd Ben Stiller, The secret life of Walter Mitty, standa enn yfir og munu standa fram í næstu viku. Tökuliðið var við tökur við Vatnajökul fyrr í vikunni. Þar var myndin hér til hliðar tekin sem svo rataði inn á Twitter síðu Ben Stiller og vakti þar talsverða athygli.

Ben Stiller hefur yfir þrjár milljónir aðdáenda á Twitter og síðustu daga hefur hann verið duglegur að setja inn myndir frá Íslandi. Þær hafa að líkindum náð augum ansi margra. „Þetta er náttúrlega æðisleg landskynning," segir Leifur B. Dagfinsson, framkvæmdastjóri Truenorth. „Hann er ekki búinn að tala um neitt annað en Ísland á Twitter síðustu tvo mánuðina þannig að þú getur rétt ímyndað þér."

Hátt í 300 manns koma að gerð myndarinnar The secret life of Walter Mitty og þar af yfir 200 Íslendingar. Leifur segir að kvikmyndagerðarmennirnir séu afar ánægðir með íslenska starfsfólkið. „Ben Stiller er alveg í essinu sínu," segir hann. „Þetta er fyrst og fremst bara duglegt fólk. Reynda fólkið okkar er mjög gott og óreynda fólkið okkar er til í að læra."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×