Innlent

Krefjast yfir fjórðungs launahækkunar

Hluti tólf hundruð hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum brá sér í gærmorgun á fund utan við skrifstofur spítalans þar sem forstjórinn er með aðsetur.
Hluti tólf hundruð hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum brá sér í gærmorgun á fund utan við skrifstofur spítalans þar sem forstjórinn er með aðsetur. Fréttablaðið/Garðar
Nokkur hundruð hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman í gærmorgun við skrifstofu Landspítalans á Egilsgötu til að hvetja samninganefnd félagsins sem þá átti fund með fulltrúum sjúkrahússins vegna svokallaðs stofnanasamnings sem gera á í kjölfar miðlægs kjarasamnings allra heilbrigðisstofnana á landinu.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir samkomuna hafa verið stuðnings- og hvatningarfund en ekki mótmæli. „En auðvitað er horft til þess að velferðarráðherra greip inn í kjör eins manns á Landspítalanum; kjör sem kjararáð á að ákvarða, og hækkaði laun forstjóra um nærri 25 prósent,“ segir Elsa og bendir á að hjúkrunarfræðingar og aðrar stéttir á spítalanum hafi sætt skerðingum og bætt á sig auknum verkefnum.

Að sögn Elsu lögðu almennir félagsmenn í hendur trúnaðarmanns hugmyndir um hvernig bæta mætti kjör hjúkrunarfræðinga. „Það er ekkert launungarmál að það horfa allir til þeirrar prósentutölu sem forstjórinn fékk í hækkun,“ segir Elsa. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×