Íslendingar áhugalausir um stjórnarskrána Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2012 16:08 Skúli Magnússon og Ágúst Þór Árnason gagnrýna stjórnarskrártillögurnar. Áhugaleysi virðist ríkja um stjórnarskrána, þrátt fyrir að einungis mánuður sé þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram. Skúli Magnússon, fyrrverandi ritari EFTA dómstólsins, og Ágúst Þór Árnason, verkefnisstjóri laganáms við Háskólann á Akureyri, héldu fyrirlestur hjá Lögfræðingafélaginu í hádeginu í dag. Þeir hafa sjálfir sett fram tillögur um úrbætur á stjórnarskránni. Skúli segir í samtali við Vísi að þeir hafi fengið ýmisskonar viðbrögð við tillögum sínum, bæði frá lögfræðingum, stjórnmálamönnum og almennum borgurum. Skúli segir að áhuginn sé aftur á móti ekkert mjög mikill. „Það verður að segjast eins og er að umræða um þessi stjórnarskrármál er frekar dauf og það virðist ganga illa að koma henni í það horf að almenningur hafi einhvern áhuga á henni. Og jafnvel ekki bara almenningur heldur lögfræðingar og aðrir sérfræðingar," segir Skúli. Hann bendir á að ekki hafi verið skrifaðar margar greinar eða pistlar eða annarskonar fræðileg umfjöllun í blöðum. „Það hafa engar fræðigreinar verið skrifaðar um þetta frumvarp stjórnlagaráðs," segir Skúli. Umræðan um þetta hafi verið frekar dauf. „Ég hef ekki séð að kennarar í stjórnskipunarrétti við háskóla landsins, þá fyrst og fremst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, hafi tjáð sig að neinu marki um þessar tillögur eða aðstoðað almenning við að taka afstöðu til þeirra," segir Skúli. Aðspurður segist Skúli jafnvel telja að það liggi í loftinu að margir telji að það verði ekkert úr þessu frumvarpi stjórnlagaráðs. „Það sé þá varla þess virði að fjárfesta tíma í að kynna sér þetta eða tjá sig um það opinberlega. En ég bið fólk um að hugleiða þá stöðu sem kemur upp þegar og ef yfirgnæfandi hlutfall þeirra sem taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu segja já við fyrstu spurningunni og hvernig fólk sér þá fyrir sér áframhaldið," segir Skúli, en fyrsta spurningin á kjörseðlinum snýr að því hvort fólk vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. „Ég held að það verði að taka þetta ferli alvarlega og við Ágúst Þór, þó við séum gagnrýnir á þessar tillögur, þá tökum við að minnsta kosti þátt í þessari umræðu og komum með uppbyggilegt innlegg," segir Skúli. Eins og fram hefur komið gagnrýna þeir Skúli og Ágúst Þór tillögur stjórnlagaráðs fyrir það hversu róttækar þær séu. Skúli segir að öllum steinum sé velt við. „Það er beinlínis allt undir. Það er enginn steinn látinn óhreyfður og þá erum við jafnvel að tala um atriði sem hafa verið algerlega vandræða- og ágreiningslaus í íslenskri stjórnskipan í marga áratugi," segir Skúli. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Áhugaleysi virðist ríkja um stjórnarskrána, þrátt fyrir að einungis mánuður sé þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram. Skúli Magnússon, fyrrverandi ritari EFTA dómstólsins, og Ágúst Þór Árnason, verkefnisstjóri laganáms við Háskólann á Akureyri, héldu fyrirlestur hjá Lögfræðingafélaginu í hádeginu í dag. Þeir hafa sjálfir sett fram tillögur um úrbætur á stjórnarskránni. Skúli segir í samtali við Vísi að þeir hafi fengið ýmisskonar viðbrögð við tillögum sínum, bæði frá lögfræðingum, stjórnmálamönnum og almennum borgurum. Skúli segir að áhuginn sé aftur á móti ekkert mjög mikill. „Það verður að segjast eins og er að umræða um þessi stjórnarskrármál er frekar dauf og það virðist ganga illa að koma henni í það horf að almenningur hafi einhvern áhuga á henni. Og jafnvel ekki bara almenningur heldur lögfræðingar og aðrir sérfræðingar," segir Skúli. Hann bendir á að ekki hafi verið skrifaðar margar greinar eða pistlar eða annarskonar fræðileg umfjöllun í blöðum. „Það hafa engar fræðigreinar verið skrifaðar um þetta frumvarp stjórnlagaráðs," segir Skúli. Umræðan um þetta hafi verið frekar dauf. „Ég hef ekki séð að kennarar í stjórnskipunarrétti við háskóla landsins, þá fyrst og fremst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, hafi tjáð sig að neinu marki um þessar tillögur eða aðstoðað almenning við að taka afstöðu til þeirra," segir Skúli. Aðspurður segist Skúli jafnvel telja að það liggi í loftinu að margir telji að það verði ekkert úr þessu frumvarpi stjórnlagaráðs. „Það sé þá varla þess virði að fjárfesta tíma í að kynna sér þetta eða tjá sig um það opinberlega. En ég bið fólk um að hugleiða þá stöðu sem kemur upp þegar og ef yfirgnæfandi hlutfall þeirra sem taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu segja já við fyrstu spurningunni og hvernig fólk sér þá fyrir sér áframhaldið," segir Skúli, en fyrsta spurningin á kjörseðlinum snýr að því hvort fólk vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. „Ég held að það verði að taka þetta ferli alvarlega og við Ágúst Þór, þó við séum gagnrýnir á þessar tillögur, þá tökum við að minnsta kosti þátt í þessari umræðu og komum með uppbyggilegt innlegg," segir Skúli. Eins og fram hefur komið gagnrýna þeir Skúli og Ágúst Þór tillögur stjórnlagaráðs fyrir það hversu róttækar þær séu. Skúli segir að öllum steinum sé velt við. „Það er beinlínis allt undir. Það er enginn steinn látinn óhreyfður og þá erum við jafnvel að tala um atriði sem hafa verið algerlega vandræða- og ágreiningslaus í íslenskri stjórnskipan í marga áratugi," segir Skúli.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira