Ætlar að endurgreiða styrkina Boði Logason skrifar 19. september 2012 13:21 Teitur Atlason, bloggari, ætlar að endurgreiða öllum þeim sem styrktu sig í málaferlunum. „Ég er óskaplega þakklátur og finn fyrir miklum létti. Ég fékk stefnuna á afmælisdaginn minn 23. mars árið 2011 og síðan þá hefur þetta hangið yfir mér eins og þrumuský. En það er nú að stórum hluta farið í burtu," segir bloggarinn Teitur Atlason, sem var í dag sýknaður af meiðyrðakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans. Teitur var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem hann býr í Svíþjóð. Þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú eftir hádegi sagði hann að málið hefði legið þungt á sér síðustu mánuði. „Ég skammast mín ekkert fyrir að segja það. Ég missti úr svefn og var að drepast úr stressi fyrst eftir að ég fékk stefnuna. Maður fer að velta því fyrir sér ef maður skyldi tapa, að það sé hræðilegt fyrir orðsporið og þannig. En eftir því sem leið á, þá áttaði ég mig á því að það eru til verri hlutir en að tapa meiðyrðamáli," segir hann. „Mér fannst þetta mál ganga of langt. Þetta fór of langt. Ég bauð fram sættir í málinu, þær fólust í því að ég gæfi ein mánaðarlaun í gott málefni og Gunnlaugur myndi gera það sama. Mér fannst það góð lausn og varð svolítið svekktur að þeirri lausn hafi ekki verið tekið," segir hann. Málið hefur augljóslega haft mikil áhrif á fjárhaginn en Teitur segir að málskostnaðurinn sem Gunnlaugi er gert að greiða honum, ein og hálf milljón, dugi rétt svo fyrir lögfræðikostnaðinum. Þegar málið hófst lagði almenningur honum lið og lagði inn á hann pening til að hann gæti haldið uppi vörnum í málinu. Teitur hefur ákveðið að þegar búið verður að gera upp alla reikninga ætlar hann að greiða, öllum þeim styrktu hann, til baka. En hann fékk styrki frá fólki frá 500 krónum upp í 50 þúsund krónur. „Það verður gaman þegar ég endurgreiði öllum hverja einustu krónu. Það verður skemmtilegasti dagur lífs míns þegar ég hringi í bankann og bið þjónustufulltrúann um að bakfæra allar greiðslurnar," segir hann. „Það er svo mikilvægt fyrir mig að endurgreiða þessa peninga. Því mig langar að sýna fram á það að með samstöðu er hægt að slá skjaldborg utan um þann sem stendur í ströngu. Máttur samstöðunnar kemur bersýnilega í ljós í þessu mál. Ef ég hefði ekki fengið þennan stuðning á sínum tíma hefði ég farið á hausinn. Ég hefði gefist upp. Þetta hafði afgerandi áhrif á þessi málaferli mín." Spurður hvort hann óttist það að Gunnlaugur áfrýi dómi héraðsdóms til Hæstaréttar, og gæti komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur, segir hann svo ekki vera. „Ég er ekkert að spá í því, ég hef ekkert með það að gera. Ég hef allan tímann í þessu máli tekið eitt skref í einu. Núna hyllir svo sannarlega undir lok í málinu og það er óskaplega gott. En ef það heldur áfram, þá spýti ég bara í lófana og tek næsta skref," segir Teitur að lokum. Tengdar fréttir Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri. 19. september 2012 12:24 Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
„Ég er óskaplega þakklátur og finn fyrir miklum létti. Ég fékk stefnuna á afmælisdaginn minn 23. mars árið 2011 og síðan þá hefur þetta hangið yfir mér eins og þrumuský. En það er nú að stórum hluta farið í burtu," segir bloggarinn Teitur Atlason, sem var í dag sýknaður af meiðyrðakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans. Teitur var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem hann býr í Svíþjóð. Þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú eftir hádegi sagði hann að málið hefði legið þungt á sér síðustu mánuði. „Ég skammast mín ekkert fyrir að segja það. Ég missti úr svefn og var að drepast úr stressi fyrst eftir að ég fékk stefnuna. Maður fer að velta því fyrir sér ef maður skyldi tapa, að það sé hræðilegt fyrir orðsporið og þannig. En eftir því sem leið á, þá áttaði ég mig á því að það eru til verri hlutir en að tapa meiðyrðamáli," segir hann. „Mér fannst þetta mál ganga of langt. Þetta fór of langt. Ég bauð fram sættir í málinu, þær fólust í því að ég gæfi ein mánaðarlaun í gott málefni og Gunnlaugur myndi gera það sama. Mér fannst það góð lausn og varð svolítið svekktur að þeirri lausn hafi ekki verið tekið," segir hann. Málið hefur augljóslega haft mikil áhrif á fjárhaginn en Teitur segir að málskostnaðurinn sem Gunnlaugi er gert að greiða honum, ein og hálf milljón, dugi rétt svo fyrir lögfræðikostnaðinum. Þegar málið hófst lagði almenningur honum lið og lagði inn á hann pening til að hann gæti haldið uppi vörnum í málinu. Teitur hefur ákveðið að þegar búið verður að gera upp alla reikninga ætlar hann að greiða, öllum þeim styrktu hann, til baka. En hann fékk styrki frá fólki frá 500 krónum upp í 50 þúsund krónur. „Það verður gaman þegar ég endurgreiði öllum hverja einustu krónu. Það verður skemmtilegasti dagur lífs míns þegar ég hringi í bankann og bið þjónustufulltrúann um að bakfæra allar greiðslurnar," segir hann. „Það er svo mikilvægt fyrir mig að endurgreiða þessa peninga. Því mig langar að sýna fram á það að með samstöðu er hægt að slá skjaldborg utan um þann sem stendur í ströngu. Máttur samstöðunnar kemur bersýnilega í ljós í þessu mál. Ef ég hefði ekki fengið þennan stuðning á sínum tíma hefði ég farið á hausinn. Ég hefði gefist upp. Þetta hafði afgerandi áhrif á þessi málaferli mín." Spurður hvort hann óttist það að Gunnlaugur áfrýi dómi héraðsdóms til Hæstaréttar, og gæti komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur, segir hann svo ekki vera. „Ég er ekkert að spá í því, ég hef ekkert með það að gera. Ég hef allan tímann í þessu máli tekið eitt skref í einu. Núna hyllir svo sannarlega undir lok í málinu og það er óskaplega gott. En ef það heldur áfram, þá spýti ég bara í lófana og tek næsta skref," segir Teitur að lokum.
Tengdar fréttir Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri. 19. september 2012 12:24 Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri. 19. september 2012 12:24
Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34