Erlent

Sprengingin í gasvinnslu kostaði 26 manns lífið

Sprenging og eldsvoði sem fylgdi í kjölfarið í gasvinnslu í Mexíkó kostaði 26 manns lífið í gær.

Um er að ræða gasvinnslu í eigu ríkisfyrirtækisins Pemex fyrir utan borgina Reynosa í Tamaulipas héraðinu.

Sprengingin varð um hádegisbilið en ekkert er enn vitað um hvað orsakaði hana. Töluverðan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins og var aðalvegurinn milli Reynosa og Monterrey lokaður á meðan á slökkvistarfinu stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×