Erlent

Hjálparstofnun Bandaríkjanna lokar í Rússlandi

BBI skrifar
Hjálparstofnun Bandaríkjanna starfar víða í heiminum. Mynd úr safni.
Hjálparstofnun Bandaríkjanna starfar víða í heiminum. Mynd úr safni. Mynd/AFP
Hjálpar- og þróunarstofnun Bandaríkjanna, USAID, mun loka skrifstofum sínum í Rússlandi eftir að yfirvöld landsins fóru fram á að hún hætti starfsemi sinni. Þetta var tilkynnt í dag og kemur fram á fréttaveg BBC.

Stofnunin hefur starfað í Rússlandi í tvo áratugi og eytt um þremur milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 370 milljörðum íslenskra króna í hjálparstarf í landinu. Yfirvöld í Rússlandi gáfu stofnuninni frest til 1. október til að hætta starfsemi sinni.

Fréttaritari BBC í Moskvu segir að yfirvöld í Rússlandi verið stöðugt tortryggnari í garð óopinberra stofnana. Stjórnvöld virðast halda að slíkar stofnanir nýti fjármagn sitt til að skapa pólitískan óstöðugleika. Stjórnvöld í Rússlandi eru um þessar mundir í herferð gegn lýðræðisumbótasinnum í landinu og virðist brottrekstur USAID tengjast þeirri herferð.

Stofnunin hefur hins vegar tilkynnt að hún muni starfa áfram í Rússlandi í samvinnu við aðra aðila en stjórnvöld landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×