Fleiri fréttir

Virkja íbúana gegn lúpínunni

"Nú er tíminn til að herja á þennan skaðvald sem ógnar íslensku flórunni á stórum svæðum hér í og við þéttbýlið. Íbúum sem vilja leggja framtakinu lið eru gefnar frjálsar hendur með að slá lúpínuna niður hvar sem hana er að finna og mega byrja strax,? segir í ákalli umhverfisnefndar Djúpavogshrepps og áhugahóps um eyðingu lúpínu.

Teknir með kannabis og vopn

Þegar lögreglumenn ætluðu að hafa tal af ökumanni bíls í Breiðholti, við venjubundið eftirlit upp úr miðnætti, gaus kannabislykt á móti þeim.

Ferðamenn sluppu ómeiddir frá umferðaróhappi

Fjórir erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum í Hestfirði við sunnanvert Ísafjarðardjúp í gærkvöldi. Bíllinn hafnaði á réttum kili, en var óökufær.

Vilja að ríkið hefji rannsóknir

Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, skorar á hið opinbera að hefja rannsóknir á þeim áhrifum sem kynnu að fylgja því að koma hreindýrahjörðum til Vestfjarða. Sigmar B. Hauksson, sem haft hefur forgöngu um málið, segir að málefnið hafi verið rætt ýtarlega og eftir standi að rannsaka hvort smithætta yrði þessu samfara og hvort dýrin myndu þrífast vel þar.

Um sex þúsund leirdúfur liggja

Nú stendur yfir hin svokallaða Dúfnaveisla en hún býður meðal annars upp á það að menn án byssuleyfis geti gert sér ferð á næsta leirdúfnavöll og fengið að skjóta á leirdúfu undir handleiðslu reyndra manna.

Klætt steini á tveimur árum

Vestmannaeyjar Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum hefur fengið tveggja ára frest til að ganga endanlega frá nýja þjónustuhúsinu í Herjólfsdal. Bæjarstjórnin hafði sett ófrávíkjanleg skilyrði um að húsið verði klætt með náttúrusteini. Að auki á að klæða þak þess með grasi. Bæjarstjórnin kveðst hafa fullan skilning á því að þessar framkvæmdir séu bæði dýrar og tímafrekar og veitir þjóðhátíðarnefndinni áðurnefndan frest.-

Þrengt að botnvörpuveiðum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti á fimmtudag að banna veiðar ákveðinna fisktegunda utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar í Norðaustur-Atlantshafinu. Tegundirnar eru allar því marki brenndar að vera botnsæknar og hafa verið sóttar með botnvörpum.

Þarf vefsíu gegn barnaklámi

Lögregla telur mikilvægt að Ísland gangi inn í samstarf um netvarnir til að sporna gegn dreifingu myndefnis sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Samkvæmt nýjum lögum liggur allt að tveggja ára fangelsi við því að skoða slíkt efni á netinu. Norsk vefsía stöðvar þúsundir heimsókna á barnaklámssíður þar í landi á hverjum degi.

Hollenskur bergrisi í Almannagjánni

Mér fannst það bara alveg borðleggjandi að láta risa stíga út úr berginu, ég er jú á Íslandi þar sem tröll og ýmsar vættir ráða ríkjum,? segir hollenski hreyfimyndaframleiðandinn Auke de Vries. Hann gerði myndskeið þar sem bergrisi brýst út úr berginu í Almannagjá.

Hart barist í borgum landsins

Sýrlenskir uppreisnarmenn berjast nú gegn stjórnarhernum í Aleppo, stærstu borg landsins, og segjast bjartsýnir á að ná henni á vald sitt. Talið er að um þúsund uppreisnarmenn hafi ráðist inn í borgina en stjórnarherinn beitti bæði þyrlum og þungavopnum.

Vopnfirðingar óttast um sitt heldra fólk

Starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði eru uggandi en yfirmenn Heilbrigðistofnunar Austurlands tilkynntu starfsmönnum hjúkrunarheimilisins, á fundi sem boðað var til 26. júní síðastliðinn, að þeim yrði sagt upp. Þetta segir Steingerður Steingrímsdóttir, formaður stjórnar Austur-landsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands.

Fjórðungsaukning á verðmæti

Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa jókst um fjórðung fyrstu fjóra mánuði ársins, samanborið við sama tíma í fyrra. Verðmætið nam 58,5 milljörðum króna í ár, en 46,6 í fyrra. Það er aukning um 11,9 milljarða, eða 25,5 prósent, á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Ekki merkt hvaðan grænmetið kemur

"Í sumum verslunum eru haugar af erlendu grænmeti í lausu í grænum plastkössum merktum okkur. Þetta er sárt að sjá þegar nóg er til af íslensku grænmeti. Þegar ekki kemur fram að um erlent grænmeti sé að ræða telur neytandinn sig væntanlega að vera að kaupa íslenska tómata vegna kassanna sem þeir eru í. Það eru þar að auki skýr lög um að neytandinn eigi að vita hvaðan varan kemur,? segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna.

"Þyngri dómur en ég bjóst við“

"Þetta er þyngri dómur en ég bjóst við," segir Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, sem fyrir helgi var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér fé og muni frá fangelsinu, samtals að andvirði 1,6 milljóna. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir.

Bensínþjófur þarf að greiða bensínið til baka

Karlmaður var í dag dæmdur til að greiða Skeljungi skaðabætur en hann stal þaðan bensíni fyrir tæplega 20 þúsund krónur árið 2011. Hann var einnig ákærður fyrir að stela bensíni frá N1 í Ártúnshöfða en þar sem fulltrúi frá N1 mætti ekki við þingfestingu málsins þurfti hann ekki að greiða þeim skaðabætur. Maðurinn er fæddur árið 1976 en hann rauf skilorð með brotunum. Honum verður þó ekki gerð sérstök refsing - en hann þarf þó að borga bensínið til baka, eins og áður sagði.

Landsmót skáta sett

Búið er að setja Landsmót skáta við Úlfljótsvatn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði gesti við setningu mótsins. Talið er að um 3.000 manns sæki mótið í ár.

Lítil hetja sigraðist á sjaldgæfu krabbameini

Sigrúnu Láru Kjartansdóttur var vart hugað líf þegar hún greindist með beinkrabbamein einungis fimm mánaða gömul. Í dag er hún tæplega tveggja ára og tókst eftir tíu mánaða meðferð að sigrast á krabbanum. Mamma hennar mun á morgun leggja af stað í göngu til styrktar rannsóknum á þessu meini.

Fjöldi mála á síðustu stundu

Kaupþing höfðaði tugi riftunarmála í lok júní þegar frestur slitastjórnarinnar til að höfða slík mál rann út. Mörg málanna varða endurkaup á skuldabréfum sem slitastjórn telur að líta beri á sem endurgreiðslu skulda fyrir gjalddaga.

Versta fjöldamorð norðurlanda á okkar tímum

Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár.

"Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott"

Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan.

Þyrla sótti 12 ára dreng

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Sækja þurfti tólf ára gamlan dreng til Vestmannaeyju en hann þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík.

Benedikt páfi XVI biður fyrir fórnarlömbum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimsækir í dag aðstandendur og eftirlifendur skotárásarinnar á miðnætursýningu nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn í Aurora í Coloradoríki. Obama, sem einnig mun funda með yfirvöldum á svæðinu, kallaði eftir því að samlandar sínir biðji fyrir fórnarlömbunum.

Mannfall í Peking

Að minnsta kosti tíu hafa látist í Peking og rúmlega 50 þúsund hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar mikilla rigninga og flóða í dag. Er þetta mesta vatnsveður á svæðinu í rúmlega 60 ár.

Þeir sem fórust í Osló mega ekki gleymast

Þakklæti var Eskil Pedersen, formanni AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, ofarlega í huga þegar hann ávarpaði Norðmenn við minningarguðþjónustu í Osló í morgun.

Skiptar skoðanir um málshöfðun vegna forsetakosninganna

Formaður Öryrkjabandalagsins segir einingu hafa verið um að höfða mál fyrir dómstólum vegna forsetakosninganna innan framkvæmdastjórar bandalagsins. Formaður MND-félagsins er ósáttur - brýnni málum þurfi að taka á en framkvæmd kosninga.

Obama heimsækir Aurora

Búið er að aftengja sprengugildrur á heimili mannsins sem myrti 12 á forsýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Bandaríkjunum á fimmtudag. Obama Bandaríkjaforseti mun ferðast til Colorado í dag til að votta aðstandendum fórnarlambanna samúð sína.

Fólk lítur björtum augum til framtíðar

Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti.

Norsk gildi sigruðu Breivik

Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242.

Eldur á Tálknafirði

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Tálknafirði fyrir stuttu. Slökkvistarf gengur vel en nokkrar fjölskyldur voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Fólkið komst út úr húsinu og varð ekki meint af. Slökkvistarf gengur vel. Upptök eldsins eru óljós en íbúðin er talin mikið skemmd.

Óveðrið truflaði ekki landsmót

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ávarpa mótsgesti við setningu landsmóts skáta á Úlfljótsvatni í kvöld. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson stíga á stokk og syngja landsdmótið inn. Reiknað er með að á þriðja þúsund manns verði við setningu mótsins.

Reglur um vökva framlengdar

Evrópusambandið hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglna sem takmarka þann vökva sem flugfarþegar mega taka með sér í handfarangur. Í nærri sex ár hefur sú regla gilt að flugfarþegar mega aðeins taka með sér vökva í flug sem kemst fyrir í 100 millilítra umbúðum. Ílátin verða að vera ofan í poka sem svo er skimaður.

Ferðir Herjólfs falla niður

Ferð Herjólfs sem fara átti frá Vestmannaeyjum klukkan 11:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00 fellur niður vegna ölduhæðar sem nú nær 3.1 metrum núna á tólfta tímanum. Töluvert brot er við hafnargarðanna.

Barist í Damaskus og Aleppo

Hart var var tekist á í Damaskus, höfuðborg Sýrlands í nótt. Hersveitir stjórnarhersins gerðu árás á nokkur úthverfi borgarinnar og notuðu við það þungavopn og herþyrlur. Þá voru einnig mikil átök í stærstu borg Sýrlands, Aleppo, í nótt.

Nöfn fórnarlamba birt

Lögreglunni í Denver í Colorado hefur tekist að aftengja allar þrjár sprengjur á heimili James Holmes sem grunaður er um að hafa drepið 12 manns í skotárás í kvikmyndahúsi á forsýningu nýjustu Batman myndarinnar á föstudag.

Herjólfur aftur á áætlun

Herjólfur er aftur kominn á áætlun eftir að ferðum var frestað í gær. Vindur var þá um 30 metrar í hviðum og ölduhæð 3.1 og 2.8 metrar á duflunum tveimur í Landeyjarhöfn.

Hvassast undir Eyjafjöllum í gær

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að spár hafi sannarlega ræst í gær. Undir Eyjafjöllum fóru hviður upp í 40 metra á sekúndu, að sama skapi fóru hviður í Vestmannaeyjabæ yfir 30 metra á sekúndu.

Þrír teknir úr umferð í nótt

Tveir voru teknir úr umferð vegna ölvunar, óspekta og brota á lögreglusamþykkt. Í bæði skiptin hafði lögregla rætt við aðilana áður og gefið þeim viðvörun. Það virðist ekki hafa dugað og því var gisting í fangaklefa eina meðalið að þessu sinni. Þeir mega búast við kæru vegna brota sinna. Á sjötta tímanum varð lögreglan vitni að líkamsárás í miðborginni. Þar réðst karlmaður á konu og veitti henni áverka. Maðurinn var handtekinn og gistir nú fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann.

Ökuréttindaleysi og fíkniefnaakstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af sjö ökumönnum í nótt. Um kvöldmatarleytið í gær var ökumaður stöðvar í miðborginni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Við nánari athugun lögreglu reyndist aðilinn undir áhrifum fíkniefna. Þar að auki hafði hann verið sviptur ökuréttindum áður fyrir sömu iðju. Þá reyndist bifreiðinni afa verið stolið úr Austurborginni um helgina. Ökumanninum var sleppt úr haldi eftir töku blóðsýnis og skýrslutöku.

Sjá næstu 50 fréttir